föstudagur, mars 23, 2007

Æsifrétt

Í dag byrtist grein í grænlenska dagblaðinu Sermitsiak, sem unnin er uppúr viðtali við mig í sambandi við rannsóknina mína. Viðtalið var tekið inni á litlum bistro hér í borg þar sem við blaðamaður röbbuðum í rólegheitum yfir rauðvíni og léttum hádegisverði. Í dag sé ég svo greinina í hálfgerðum æsifréttastíl þar sem frönskum heimildarmyndum um Grænland er hreinlega haldið frá Grænlendingum. Þetta mynnir mann ennfrekar á að trúa ekki bókstaflega öllu sem maður les eða sér.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannski hefði ég átt að taka bankalán og koma líka? En líklega vildi forsjónin annað, ég flýg sannarlega burt frá París næstu helgi, bara í allt aðra átt. Segi þér betur frá því síðar.

23 mars, 2007 14:47  
Blogger imyndum said...

Blessuð Kristín, ef yfir þig kemur trillingur í vélinni og þú snýrð henni með áhöfn og farðegum til Kaíró þá lætur þú bara vita og ég bóka fyrir þig herbergi á hótelinu ;) sjálfsagt ekki til betri staður til að slaka á eftir flugrán.

23 mars, 2007 14:55  
Blogger Fnatur said...

Hahaha sé þetta flugrán vel fyrir mér. Það yrði heldur betur sett upp í æsifréttastíl.
Annars til hamingju með viðtalið þó það hafi verið örlítið öðruvisi en þú áttir von á.

Kv, Fanney

24 mars, 2007 21:30  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

En æsilega spennandi. Ertu með tengil inn á fréttina?

25 mars, 2007 15:57  
Blogger imyndum said...

Blaðamaður sendi mér word skjal af viðtalinu þar sem það er aðeins aðgegnilegt í fullri legngd þeim sem er u áskrifendur. Hinsvegar er hægt að sjá ádrep á slóðinni http://sermitsiaq.gl/kultur/article4097.ece

25 mars, 2007 21:06  
Blogger Kristín said...

Elsku vinkona, ég hugsa sterkt og fallega til ykkar í dag. Til hamingju. Hlakka til að hitta ykkur nýgift í París (þorði ekki að ræna vélinni með plasthnífnum af matarbakkanum).
Koss og kveðja. Kristín. P.s. allir í fjölskyldunni biðja vitanlega líka að heilsa.

06 apríl, 2007 10:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku frænka
Innilega til hamingju með stóra daginn:) Vona að allt hafi gengið að óskum og þið hjónakornin séuð í skýjunum. Hlakka til að heyra um brúðkaupið seinna. Bestu kveðjur frá allri stórfjölskyldunni minni
kv. Silla Hauks, Filli, Helgi Fannar, Pétur Snær og litla bumbudaman:)

08 apríl, 2007 13:01  
Blogger Una said...

Kæra Rósa,

Við sendum þér og Marwan okkar innilegustu hamingjuóskir með brúðkaupið. Vonandi hittumst við sem fyrst, hvar í heiminum sem það verður :o)

Kær kveðja,
Fjölskyldan Ásgarði 69

09 apríl, 2007 17:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Rósa Rut.
Langaði bara til að óska þér og Marwan innilega til hamingju með brúðkaupið.
Sendi ykkur mínar bestu óskir um að þessi áfangi sé ykkur upphaf að langri, gleðiríkri og bjartri göngu.
knús

12 apríl, 2007 15:50  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker