Óreiða og lyndi röskun
Marwan fór með hádegisvélinni til Kaíró í morgun og verður í viku. Mér er því ekkert að vanbúnaði að hella mér í botnlausa óreiðu. Hér verður því vakað yfir ritgerðar skrifum þegar þannig stendur á mér og sofið þegar því verður ekki lengur við komið. Allt sem lítur að almennu heimilishaldi eða sjálfsviðhaldi verður látið til hliðar. Engir skipulagðir matartímar og allt er leifilegt hvenær sem er sólarhringsins, það sem líkaminn biður um fær hann. Í dag var t.d. hádegisverðurinn rautt nautakjöt og tæpur líter af mjólk, get mér þess til að ég hafi verið í próteinþörf?
Einu föstu punktar dagsins eru veðurfregnirnar í ríkissjónvarpinu rétt fyrir átta á kvöldin. Ekki svo að skylja að veðrið muni skipta mig miklu máli þessa næstu viku. Sjálfsagt hluti af persónulegri lyndi röskun eins og það er svo fínt kallað í dag.
5 Comments:
hahaha þetta hljómar eins og mataræði hörðustu vaxtarræktarmanna. Gangi þér vel í óreiðunni, viss um að þú finnir góðan takt. Skil þig annars mjög vel með veðurfréttirnar held að þetta sé einhver hluti af íslenska blóðinu, vonandi verð ég svo með góðar fréttir í upphafi næstu viku en þá kemur þetta allt á hreint með Kairó, allavega er ég svo bjartsýn að ég ætla með silkikjólinn minn og jakkafötin hand Vals í hreinsun í dag.
Þetta minnir mig á lestur lokaprófanna úr Háskólanum. Fullkomlega eðlilegt held ég. Það er ákveðið kikk sem fæst úr því að hella sér í eitt viðfangsefni og skjóta öllu öðru á frest í smá tíma. Njóttu vel!! Ásta
já drífðu þessa ritgerð af svo þú getir farið að hlakka til að hitta okkur öll og gifta þig... grrrr stutt í að þú verðir gerð að heiðviðri konu he he annað en ég kv þórdís
Þetta er svo norðlenskt að það er bara fyndið. Hádegisvélinni já, fór hann ekki með kaffivélinni.
Gangi þér vel mín kæra ;)
Skrifa ummæli
<< Home