fimmtudagur, mars 15, 2007

Léttir

Uppkastið komið í hendurnar á leiðbeinandanum mínum og kynningin sem ég var með á verkefninu á sama tilefni gekk vel. Fékk fínar spurningar frá öðrum sem vinna við sömu rannsóknarstofnun og ég. Spurningar sem fá mig m.a. til að hugsa hvar ég þyrfti að styrkja verkið og hvað er það sem vekur mesta áhuga annara. Sú gagnrýni sem ég býst við af leiðbeinandanum mínum er að fyrsti hlutinn sé of langur en sá þriðji ekki nógu vel unninn ennþá. Á fund með honum aftur 25 apríl. Þá kemur þetta allt í ljós hvert ég stefni næst í ritgerðinni.
Þó svo þetta hafi einungis verið uppkast af því sem ég er þegar búin með til að fá leiðsögn með framhaldið þá kom ótrúlegur léttir yfir mig í gær. Yndisleg tilfinning og hvetjandi. Marwan er kominn aftur heim frá Kaíró þar sem allt er að verða klappað og klárt fyrir brúðkaupið okkar. Ég fer svo út að kvöldi 27 mars til að leggja lokahöndina á undirbúininginn með Mögdu mömmu Marwans. Svo kemur íslenska hersingin seint á sunnudaskvöldinu 1 apríl.
Á laugardaginn hefst hin árlega mannfræði kvikmyndahátíð í gamla mannfræðisafninu. Ég er ekki búin að skoða dagskránna enþá en ég er alvarlega að hugsa um að sitja hjá í ár og slappa frekar af þessa viku, sofa, fara í göngutúra í sólinni, lesa, njóta vorsins með mannsefninu mínu og undirbúa mig fyrir að verða frú Soliman.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já frú Soliman bara . alveg að gerast. Hlakka enn meira til í dag en í gær. ;) komið þið út á völl að taka á móti okkur seint á sunnudagskvöldinu ??

oh nú eru fiðrildin farin á flug ;)

15 mars, 2007 19:52  
Blogger imyndum said...

Já ég verð úti á velli til að taka á móti ykkur. Valli og Brynja sem koma frá Svíþjóð í gegnum Istambul koma hálftíma á undan ykkur, við bíðum bara róleg og förum öll saman á hótelið.

Mín fiðrildi eru líka komin á flug, sérstaklega síðan í gær þegar ég gat farið að slappa meira af.

Ég sendi bréf í næstu viku með nokkrum praktískum atriðum.

Kossar Rósa

15 mars, 2007 19:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Rokk og ról!!!
Eða segir frú Soliman ekki svoleiðis, verður þú þá settleg frú í miðborg Parísar sem mun ekki taka þátt í lágmenningu...

Hlakka svo mikið til að hitta þig eftir rétt um 2 vikur OH MY GOD!!!

Knús og kossar
Inga

16 mars, 2007 11:02  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ,
vá hvað ég er farinn að hlakka til, þetta verður svo frábært
kossar
Ása

16 mars, 2007 14:34  
Blogger Vallitralli said...

Hvenær fær maður svo að lesa ritverkið?

16 mars, 2007 15:59  
Blogger brynjalilla said...

frabaert Rosa thad styttist, eg nyt min i london og hugsa alltaf til thin thegar eg se plakotin i underground hehehe manstu?

16 mars, 2007 20:11  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Frábært Rósa, til hamingju! eða á maður bara að ávarpa þig frú Soliman hér eftir? he he Held ég myndi ekki halda það út.

17 mars, 2007 05:36  
Blogger imyndum said...

Nei, ég held ég verði nú alveg róleg í að nota frú Soliman um sjálfa mig ;)

Valli, ritgerðin verður vonandi komin langt áleiðis um jól, hún er hinsvegar á frönsku sem gæti flægt málið í lestri, skrifa grein einhverstaðar á íslensku eða ensku... en það verður svosum ekki á morgun

20 mars, 2007 12:41  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker