fimmtudagur, desember 28, 2006
sunnudagur, desember 24, 2006
mánudagur, desember 18, 2006
Jólatjútt
Seinasta helgi var gleðihelgi hér í París eins og sjálfsagt annarstaðar. Seinasta helgi fyrir jól og ekki seinna vænna en að halda upp á það. Fórum í jólaboð þar sem "dress code" var að strákar áttu að vera í svörtu að neðan en hvítu að ofan en stelpur öfugt, svörtu að ofan og hvítu að neðan. Nicolas, einn úr vinahópnum sem er kokkur töfraði fram nokkra rétti og hver og einn kom með a.m.k eina kampavínsflösku. Síðan var dansað eitthvað framundir morgun. Vorum reyndar eitthvað slöpp skötuhjúin og vorum komin heim um þrjúleitið. Það er af sem áður var þegar helgarnar voru til að djamma. Núna eru þær til að slappa af og hlaða batteríin fyrir vikuna.... og við erum ekki einusinni með börn! Kanski er þetta líka skamdegið sem hefur þessi áhrif.
föstudagur, desember 15, 2006
Egypskt matarboð
Það súrrealískasta við kvöldið var þó eftir matinn þegar við sátum í sófanum og röbbuðum saman yfir tebolla kom egypskur þáttur um Ísland í sjónvarpinu. Og ég sem hélt að við værum svo lítil og óþekkt! Greinilega ekki lengur