fimmtudagur, desember 28, 2006

Hátíð í bæ

Mikið eru seinustu dagar búnir að vera yndislegir. Inga og Siggi komu til Parísar 22 des og voru hér yfir hátíðarnar með okkur þangað til í gær. Þau komu færandi hendi með hangikjöt, laufabrauð, smákökur frá mömmu og ógrynni af jólapökkum.
Á aðfangadag var ég með villibráð í aðallrétt, hjartarkjöt sem bráðnaði í munninum á okkur. Ostrur að frönskum sið í forrétt sem runnu ljúft niður. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með ostrur heima og er Marwan nú orðinn útlærður ostruoppnari eftir fagmannlega takta með hnífinn. Á jóladag var hefðbundið hangikjöt sem Marwan er einnig farið að þykja ómissandi með öllu tilheyrandi. Á annan í jólum á hann svo afmæli og fórum við öll út að borða. Þetta hefur því verið ein alsherjar átveisla, vel krydduð með hlátri, ást, vináttu, kærleika, hlýhug... Ískápurinn er enn fullur af mat, hangikjöts afgangar, fois gras, ostar.. við erum að hugsa um átfrí í kvöld og fara í bíó, enda boðin í mat annaðkvöld til vina sem ég hlakka mikið til að fara til.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og bless!!!

Þökkum frábær jól og ógurlegar átveislur...erum enn með harðsperrur í bragðlaukunum eftir hátíðarnar.

Sjáumst eldspræk eftir aðeins fjóra mánuði á heitari slóðum í Egyptalandi.

Jólakveðja,


Jólasveinarnir

Ps. Flott mynd af ykkur...!

28 desember, 2006 16:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Við hlökkum líka til. Og ekkert léttmeti í matinn neitt þannig... KJ.

28 desember, 2006 20:28  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker