fimmtudagur, desember 07, 2006

Hafragrautur og hellirigning

Hafragrautur og jólalög. Það gerist ekki mikið betra til að koma sér í gírinn fyrir daginn, dúða sig, setja upp regnhlífina og þramma af stað út í dembuna. Ritgerðin silast lítið eitt áfram á hverjum deginum. Komst á góða slóð fyrir nokkrum vikum síðan sem ég hef getað rakið, flest öll þau rit sem ég hef þurft að leita í eru til á safninu sem gefur ótrúlega ánægju. Vonum bara að þetta haldi svona áfram, enda ekki lítil vinna sem er eftir til að koma skikkanlega frá mér því sem ég vil segja með þessari ritgerð.

11 Comments:

Blogger Fnatur said...

Grjónagrautur og jólalög er samsetning sem mér líkar betur við enda ekki mikil hafragrautsmanneskja. Gangi þér súper vel í ritgerðarvinnunni.

Kær kveðja, Fanney

07 desember, 2006 18:12  
Blogger brynjalilla said...

ah systir mín í hafragraut. Þú ert dugleg.

07 desember, 2006 19:27  
Blogger imyndum said...

Hafragrautur er vanmetinn morgunmatur. Hafrar eru yndisleg afurð og allt sem þeir snerta gerist gott að mínu mati. Haustkexið er þar framarlega í flokki, verst að það er ekki selt hér í búðum.
Haustkex með osti... ég lifi í draumi...

08 desember, 2006 09:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafragrautur er langbestur.

08 desember, 2006 11:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey ég ætti nú að gera reddað þér Haustkexi ef þú minnir mig á það.
Þú verður þá búin að fá það í fangið eftir 2 vikur.

Knús knús
Inga

08 desember, 2006 14:41  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sætust, smá kveðja frá mér;) ég er enn á lifi og himinlifandi yfir boðskorti sem ég fékk. Ég stefni ótrauð á að hitta þig í Kairó, hvað segir þú um það? ;) við hjónin erum að spá í að koma, er einhver hópferð á dagskránni???? endilega sendu mér línu .
kv. Lóa

08 desember, 2006 17:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man þá tíð að ég borðaði hafragraut með púðursykri útá. Þá uppskar ég skælt andlit sambýliskonu minnar sem fannst það ógeðslegt og hryllti sig. Í dag borða ég hafragraut með rúsínum, stundum smá all-bran og salti. Mér finnst sætur hafragrautur ekki lengur góður. Ég mun samt alltaf skilja þá sem vilja poppa upp hafragrautinn sinn.
Ég borðaði líka slátur með sykri. Aðallega á blóðmörina en þurfti síður sykur á lifrarpylsuna. Dásamlega gott fannst mér sem lítil stelpa að fá steikt blóðmör með sykri ... mmmmm Í dag borða ég slátur svart og sykurlaust og hvítt og sykurlaust.
Bón appetít.

08 desember, 2006 17:24  
Blogger imyndum said...

Já, ég man líka eftir hafragrautnum þínum með púðursykrinum... reyndar svo vel að ég prófaði það um daginn. Smekkurinn breytist jú með árunum en mér fanst hann ekki góður og sá mikið eftir að hafa ekki gert hann eins og venjulega. Tilbúin hinsvegar til að prófa hann með rúsínum.

Hvað hópferðir til Kairó um páskana varðar þá er allt í athugun enn í sambandi við verð. Þetta verður komið í ljós fyrir jól.

08 desember, 2006 17:39  
Anonymous Nafnlaus said...

okí dokí, hlakka til ;)

08 desember, 2006 23:16  
Blogger Fnatur said...

Ég man eftir þessum hryllingssvip sem Ingveldur var að tala um á vinkonum mínum þegar ég setti mysing á vöfflur hér í gamla daga. Ég náði nú aldrei að setja púðursykur út á hafragraut en setti vel af honum út á súrmjólk. Það fannst mér best í heimi. Við erum nýbúin að finna grískt skyr hérna úti. Það er hreint og nokkuð súrt en ég gat allavegna fengið Hildi til að borða það með púðursykri. Fannst frekar leiðinleg tilhugsun að stelpurnar mínar borðuðu ekki skyr. Púðursykurinn kemur sér því oft vel. Kannski ég ætti að gefa hafragrautnum aftur tækifæri og setja púðusykur út á eins og smá krakki?

13 desember, 2006 13:48  
Blogger imyndum said...

Ég hef nú sjálf gert margt skrautlegt. Ofarlega er í mynni tilraunir okkar Ingveldar í samlokugerð á fyrstu dögum örbylgjunnar. En vöfflur með misingi!! Er ekki í lagi kona góð ;)

Verði ykkur að góðu með gríska skyrið. Það er einmitt grískur veitingastaður hér á jarðhæðinni, ég ætti kanski að prófa þetta, hvað biður maður um?

13 desember, 2006 16:34  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker