mánudagur, desember 04, 2006

Jólin á pósthúsinu

Fór á pósthúsið áðan með jólagjafirnar. Ég var greinilega ekki sú eina sem lét af því verða í dag. Beið 35 mínútur í röð, ekki nema 4 básar oppnir. Þessar 35 mínútur sem ég eyddi á pósthúsinu var sama konan allan tímann sem einokaði einn afgreiðslubásinn. Mikið fór það í taugarnar á mér hvað hún var lengi... einnig fyrir hvað hún var í asnalegum ljósbláum buxum og ljótri rauðri peysu við. Verulega gott hjá mér líka að láta þetta fara svona í taugarnar á mér.
Vorum boðin í afmælispartý um helgina til vinafólks okkar sem býr rétt utan við París. Þó þau búi það nálægt að það sé ágætis útsýni yfir París og að Eiffelturninum þá er stax mikill munur. T.d. sést vel í stjörnur og Marwan talaði um að loftið væri svo hreynt að hann verkjaði í lungun þegar hann andaði að sér. Ég held nú reyndar að það hafi frekar verið út af kvöld kulinu.

9 Comments:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Er einmitt að fara að drösla mínum pökkum til landsins á morgun.. og svo á ég eftir að skrifa öll jólakortin - ég sendi ekki nein jólakort í fyrra - hafði eitthvað of mikið að gera þannig að mér líður eins og ég geti ekki látið það klikka í annað sinn, þegar maður er svona langt frá ögrum skorna landinu sínu.

04 desember, 2006 21:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, omg, hreint loft. Mig verkjar hreinlega í nefið af tilhugsuninni einni saman. Annars hef ég ekkert farið á pósthúsið nýlega.

05 desember, 2006 11:35  
Blogger imyndum said...

Svaggi! Ég þakka fyrir skemtileg komment á blogginu undanfarið...þeir félagar Illugi, Hrólfur og fleiri virðast hressir strákar. Ég var einmitt einusinni með svona hressum strákum í mannfræðinni í HÍ...mikið gaman af því...

05 desember, 2006 11:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Já voru þeir svona hressir í mannfræðinni? Kannski maður ætti að skella sé í hana næst? Annars alltaf gaman að kíkja á bloggið hjá Rósu.

05 desember, 2006 12:27  
Blogger imyndum said...

...ekkert fútt í mannfræðinni lengur. Þessir strákar eru löngu farnir og ég efast um að nokkur nái að fylla þeirra skarð. Ég hef hinsvegar haft það á tilfinningunni þessa seinustu daga að þeim leiðist ógurlega

05 desember, 2006 12:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Hi Rosa. Var ad renna yfir kommentin thin og eg verd ad vidurkenna ad eg hef ekkert sett inn herna hja ther. Held thu sert ad tala um mig sem Svaggi. En thad er annars rett mer leidist i vinnunni. Mannfraedin var annars bara einn af thessum undarlegu hlutum sem eg tok mer fyrir hendur. Maeli ekki med thvi.
Svenni

05 desember, 2006 13:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh my god kannski eru þetta einhverjir "massa" dónakallar sem eru að skoða bloggið þitt!!

En hey bara að minna á að nú eru bara 16 dagar og svo kem ég til ykkar.

05 desember, 2006 14:59  
Blogger brynjalilla said...

var mynd af hreindýri á þessari peysu eða blikkandi ljós...sé þetta svo í anda. Gaman að fá lýsingu á hversdagslegum atburðum, knúsirús.

05 desember, 2006 19:08  
Blogger Kristín said...

Djöfulsins dónaskapur að vera lummó daginn sem á að einoka bás á pósthúsinu.

05 desember, 2006 20:06  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker