föstudagur, desember 15, 2006

Egypskt matarboð

Vorum boðin í mat til egyptsks kunningjafólks í gærkvöldi. Borðuðum egypskan mat, innanum fyrirferðarmikil oflökkuð egypsk húsgögn og horfðum á egypska sjónvarpið. Áttum ágæta stund þó svo konan hafi ekki setið með okkur til borðs heldur verið meira í því að þjóna. Okkur leið báðum eins og við værum frekar gestir hans en þeirra. Maðurinn er sjálfsagt kominn eitthvað yfir fimmtugt en konan er á mínum aldri, jafnvel yngri. Kvöldstundin og spjallið við konuna var alltsaman mjög mannfræðilega áhugavert, einnig sem Nada littla dóttir þeirra sem lék á alls oddi í hvert sinn sem lag heyrðist í egypska sjónvarpinu, sem var ansi oft, og dansaði á egypska vísu, með hægri hendina reista upp í loftið og þá vinstri beigða fyrir framan sig.

Það súrrealískasta við kvöldið var þó eftir matinn þegar við sátum í sófanum og röbbuðum saman yfir tebolla kom egypskur þáttur um Ísland í sjónvarpinu. Og ég sem hélt að við værum svo lítil og óþekkt! Greinilega ekki lengur

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey frábær tilviljun ! Sæt litla dúllan með egypsku handahreyfingarnar. Nú þarf maður að fara að lesa sig til um Egyptaland fyrst það stefnir í ferðalag á komandi ári .....

15 desember, 2006 12:50  
Blogger imyndum said...

.. nákvæmlega og læra undistöðuatriðin í magadansi ;)

15 desember, 2006 12:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem með ef þú ætlar á magadansnámskeið. Og ég fékk smá skömmustutilfinningu þegar ég las lýsingar á verkaskiptingu, stundum er þetta svona hérna, nema það er maðurinn minn sem þeytist til og frá og ég sit og ræði við gestina "mína".
Nú er ég alveg að fara að hringja í þig.

15 desember, 2006 13:41  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker