Latínuhverfið
Áttum rólega og góða helgi, fórum í Boulogne skóglendið í útjaðri Parísar í gær og áttum ljúfa stund fjarri sírenum og ys og þys borgarinnar. Löbbuðum í kringum vatnið og lögðumst í grasið og hlustuðum á náttúruna. Yndislegt.
Létumst reyndar platast á fimtudagskvöldið. Fórum út að borða í latínuhverfinu sem ekki er hægt að mæla með. Förum reyndar oft á þessar slóðir en bara til að rölta eða setjast á kaffihús eða pöbb með verönd, mannlífið er fjölbreitt og gaman að horfa í kringum sig. Þetta er hinsvegar mikið túrista svæði þannig allt gengur út á peninga og gróða. Maturinn er semsagt ekki sá besti sem maður fær í París. Við vissum þetta vel, en héldum að við værum orðin svo sjóuð að við gætum valið úr almennilegt veitingarhús. Þau eru hinsvegar öll svipuð. Þú ert að kaupa andrúmsloft en ekki mat, sem er af hverju ég mæli frekar með hverfinu til að fá sér rauðvínsglas. Ekki það að maturinn hafi verið vondur... bara rosalega miðlungs án nokkurs nosturs og ekki það sem maður er beint að leita eftir þegar farið er út að borða.