þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Travelling without moving

Sviminn stafar víst af þreytu og streitu í of miklum hita. Ég fékk uppáskrifað á mánaðarskamt af einhverjum pillum sem eiga að kippa þessu í lag. Jafn illa og mér er við að taka einhverjar pillur þá er ég ánægð að þurfa ekki að fara í meðferð hjá þessari sérfræðistofnun sem ég fór á í gær. Fyrir klukkutíma af prófunum þar sem var sullað vatni inn í eyrun á mér, annaðhvort heitu eða köldu og svo sett svört gleraugu yfir augun á mér með myndavélum sem námu augnhreyfingarnar sem sjálfsagt flögtu vel, mér snúið í hringi, eða ítt til hliðar og alltaf var gleraugunum smellt á augun á mér á eftir, var mér boðið að borga 140 evrur !
Ég skil núna betur öll málverkin inni á biðst0funni!!
Þó mér hafi ekki liðið neitt sérlega vel eftir þessar meðfarir fór ég samt út með tveimur íslenskum stelpum í gærkvöldi. Fórum út hér í Bastilluhverfinu og fengum okkur að borða á Café Divan á rue de la Roquette, drukkum svolítið af hvítvíni og blöðruðum framyfir miðnætti. Gerði hellings gott.

4 Comments:

Blogger brynjalilla said...

þú þyrftir að komast í rússneskt bað, það er allra meina bót að láta berja sig mjúklega!

09 ágúst, 2006 14:25  
Blogger imyndum said...

...hehe ert þú svolítið svoleiðis Brynja?

09 ágúst, 2006 16:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Já frábær hugmynd að láta berja úr sér þreytuna og svimann. Ég er viss um að það fær mann til að hugsa um eitthvað .... til dæmis marblettina ;-)

Knús & kossar
Inga Jóna

10 ágúst, 2006 01:07  
Blogger brynjalilla said...

svolítið svoleiðis hljómar vel...

10 ágúst, 2006 08:39  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker