miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Kuldakast

Hér er búið að rigna í rúma viku. Og það hellirigna á evrópska vísu. Bændur eru reyndar hæst ánægðir, vínuppskeran loksins að taka við sér. Mér finst rigningin líka góð, sérstaklega miklar dembur sem hreynsa loftið og rykið á götunum. En þessari fylgir fullmikill kuldi. Sá einhverjar fréttir um það að hitinn hefði farið niður í 16°c í París sem hefur ekki gerst í ágústmánuði síðan 1940 og eitthvað. Ég er búin að taka fram sængina mína aftur!
Þó svo Íslendingum þyki 16°c í ágúst engar hamfarir þá verður maður að líta á allt í samhengi og hér heldur fólk því fram að haustið sé komið sem venjulega lætur ekki kræla á sér fyrr en í enda september.

2 Comments:

Blogger brynjalilla said...

Merkilegt, hér er líka búið að rigna í 3 daga, hvíta rósin mín er að lifna við en sem betur fer skín sólin reyndar aðeins inn á milli svo ég get þurrkað þvottinn minn..í nótt varð mér í fyrsta skipti kalt síðan lengi, ætla að gefa þessu séns út vikuna áður en ég næ í sængina mína!

16 ágúst, 2006 13:40  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Ágústmánuður í New York fylki hefur verið frekar mildur, þ.e. ekki of heitur og mér líður miklu betur hitalega séð núna en á sama tíma í fyrra. Mér finnst of mikill hiti eiginlega verri en kuldakast. Prófaði að vera í 50 stiga hita í RV-ferðinni þegar við skoðuðum Badlands. Mæli ekki með því. Það er eiginlega óbærilegt. Styð þvi kuldaköst og rigningartíð.

16 ágúst, 2006 20:16  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker