mánudagur, ágúst 14, 2006

Ísraelskum hermönnum heimilt að stela sér til matar

Í morgunblaðinu í dag er eftirfarandi frétt;

Avi Mizrahi, hershöfðingi í Ísraelsher, hefur lýst því yfir að ísraelskum hermönnum í Líbanon sé heimilt að stela matvælum úr verslunum þar. „Ef hermenn okkar eru langt inni á yfirráðasvæði Líbana og matar eða vatnslausir þá tel ég að þeir megi brjótast inn í verslanir á svæðinu og leysa þar með vandann,” sagði Mizrahi en ísraelskir hermenn hafa að undanförnu kvartað undan skorti á vistum á vígvellinum í Líbanon.
Og ef þeir eru of langt að heimann meiga þeir þá bara taka næstu konu til að leysa þann vanda líka?
Kom það líka einhverjum á óvart að ísraelar hafi einungis nokkrum klukkutímum eftir vopnahléið hófst skotið á hóp manna sem kom í áttina að þeim og virtust ógnandi.
Ég ætla ekki að taka málstað Hizbollah, enda er það erfitt, en yfirgangurinn og frekjan í ísraelum er bara svo yfirgengileg að maður fær alveg nóg. Allt er þetta svo gert með sammþykki eina stæðsta stórveldi heims, sem svosum getur lítið annað.
Eftir þessa syrpu er ég búin að missa allt álit á Ísraelum. Ég dáist hinsvegar að þolinmæði líbönsku þjóðarinnar, bæði gangvart hizbollah og Ísraelum, kanski er ekki um aðra kosti að ræða. Hurrrr! ég finn hvernig líkaminn á mér fyllist af neikvæðri orku við að velta mér uppúr þessu. Ég þarf að komast út að hlaupa til að hrista þennann sora af mér. Svo er það að krossa fingur og vona að ísrelarnir setji tippið á sér aftur ofan í nærbuxurnar og haldi því þar.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl vinkona. Ég missti allt álit á ísraelum síðasta vetur þegar ég var að gera ritgerð um ísraelsríki og Síonismann. Ljót saga hvernig þeir náðu undir sig öllu þessu landi af palestínumönnum. Frekjan og ofbeldið er alveg yfirgegnilegt. það sem ég komst líka að er að síonistar eru ekki trúarleg hreyfing nema ef það hentar þeim. Ömurð og ekkert annað.
Kveðjur frá fallegasta landi í heimi!
Hjörtur

17 ágúst, 2006 19:08  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker