fimmtudagur, ágúst 10, 2006

10 ágúst 2006

Marwan flaug seint í gærkvöldi til Ástralíu þar sem hann er að fara á alþjóðar ráðstefnu landbúnaðar hagfræðinga í Brisbane. Fór í loftið frá London Hethrow rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi 09.08.06 en verður ekki kominn til Ástralíu fyrr en rétt eftir miðnætti í kvöld eða þann 11.08.06.
10 ágúst 2006 verður því eiginilega ekki til hjá honum! Hann mun hinsvegar fá tvöfaldan skammt af 22. ágúst!
Hryngdi í mig frá Singapore rétt áðan þar sem verið var að fylla á vélina og þrífa hana. Hafði sem betur fer ekki hugmynd um hvað var í gangi á Hethrow, hefur sjálfsagt bara rétt sloppið við allar varúðarráðstafirnar. Mikið verður samt gott þegar hann er loksins kominn á leiðarenda.
Í Ástralíu er hinsvegar vetur núna. Þó svo það fari upp í 20°c á daginn þá er komið myrkur um fimmleitið og kvöldin eru svöl. Hann fór því með íslenska varmasokka og flíspeysu með sér og ætti ekki að verða kalt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já vá enn hann heppinn að losna við allt vesenið og tafirnar sem urðu.

Knús og kossar
Inga & Siggi

11 ágúst, 2006 01:01  
Blogger Fnatur said...

hehe...frábært....íslenskir varmasokkar og flíspeysa í Ástralíu.

11 ágúst, 2006 17:38  
Blogger imyndum said...

Já, það er vissara, maðurinn er egypskur og vetur er ekki hanns sterka hlið... nema vel búinn :)

11 ágúst, 2006 20:42  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker