Staðbundinn jákvæður svimi
Seinustu daga hef ég verið með mjög undarlegann svima. Alltaf viss um að þetta muni líða hjá af sjálfu sér gerði ég ekkert í því. Í gær druslaðist ég svo loksins til læknis. Eftir ég útskýrði fyrir henni mína sögu sagði hún mér að ég væri líklegast með staðbundinn jákvæðann svima... það er að segja góðkynja svima sem stafar af korni eða einhverju inni í jafnvægisgöngum eyrnanna. Á mánudaginn á ég svo pantaðann tíma hjá einhverri eyrna-sérfræði stofnun þar sem ég verð strengd niður á planka og svo snúið á haus til að losa um!!! Ef ég þekki mín líkamlegu viðbrögð rétt munu þessar tilfæringar vekja upp alvarlega flökurtilfinningu. Ég bara vona þar sem munnurinn verður fyrir ofan nefið að ég hagi mér skikkanlega.
3 Comments:
jiminn eini, greyið þú, ég þekki það sko að fá svona svimaköst, ekki gaman, en gangi þér vel í meðferðinni og það verður áhugavert að heyra hvernig mun ganga,
p.s. góða skemmtun um versló;-)
fylgir þessum svima nokkuð morgunógleði?
He he .. nei þessu fylgir ekki morgunógleði :)
Skrifa ummæli
<< Home