föstudagur, september 28, 2007

Heilabrot helgarinnar

Mig bráðvantar franska orðið yfir að "tollera". Hér á ég ekki við í skylningnum busavíxla heldur yfir hefðbundinn leik Alaska Inuita að þeyta einum félaga sínum í loft upp af hringsniðnu skinni og grípa hann aftur.
Allar tillögur vel þegnar, jafnvel á ensku sem gætu komið mér á sporið.

fimmtudagur, september 20, 2007

Rútínan

Ekki mikið í fréttum þessa dagana. Rútínan heldur okkur þéttu tangarhaldi, vinna, borða, sofa. Marwan fastar og lætur sig dagdreyma um villtar matarorgíur. Hringir regluega og leggur á ráðin um kvöldmatinn, sem þar sem hann er eina máltíð dagsins er yfirleitt vel út hugsaður.
Er endalaust að endurraða köflum í ritgerðinni og reyna að koma heildarmynd á verkið sem er enn mjög brotakent. Stenst heldur ekki freistinguna að lesa nýtt efni sem færir mig enn inn á nýjar slóðir. Bunkinn á skrifborðinu sem ég hef heitið mér að sé sá seinasti virðist stækka frekar en hitt. Hver grein bendir á aðrar athyglisverðar. Þannig margfaldast bunkinn endalaust.... endalaust...

miðvikudagur, september 12, 2007

Miðvikudagur í September

Erfitt að komast á fætur í morgun þrátt fyrir sól og loforð um gott veður. Fórum út í gærkvöldi með frænda Marwans sem er staddur í París í nokkra daga vegna vinnunnar. Strákur rétt undir þrítugu að koma í fyrsta sinn einn til Frakklands. Fórum með hann á veitingastað í Oberkampf hverfinu þar sem mannlífið er mjög fjörugt og frábrugðið því sem gengur og gerist í Kaíró. Hann horfði stóreygur á allar "líflegu" stelpurnar eins og hann komst að orði. Ég verð að viðurkenna að ég gerði það nú á köflum líka. Hár í öllum regnbogans litum, líkamslokkar og tatooeringar. Hann fór skælbrosandi og alsæll heim á hótel.
Á morgun byrjar svo föstumánuðurinn Ramadhan. Marwan er enn að gera upp við sig hvað hann ætli að gera. Langar til að fasta en er ekki viss um að geta það. Hér er náttúrulega ekkert tekið tillit til þessa mánaðar eins og íslömskum löndum þar sem vinnutíminn er verulega styttur og gert er ráð fyrir því að afköstin séu mun minni. Sjáum til hvað hann ákveður að gera.

Efnisorð:

sunnudagur, september 09, 2007

Nágranna erjur

Við hliðina á okkur býr Clara, miðaldra lesbía af portúgölskum uppruna. Clara lifir fjörugu kynlífi þar sem hún kemur víða við og í gegnum þunnan millivegginn fáum við að fylgjast með meira af hennar einkahögum en við kærum okkur um. Hörku rifrildi skiptast á við óþarflega háværar kynlífsstunur.
Í gærkvöldi eftir að gestir sem höfðu verið í heimsókn hjá henni voru farnir heyrðist allt í einu skaðræðis öskur og svo dinkur eftir nokkura sekuntna þögn rauk einhver á dyr. Vinkonan hótaði að allt væri búið eftir greinilegar barsmíðar. Róleg og yfirveguð rödd Clöru bað afsökunar, bað hana um að koma aftur, hún myndi sjálf hryngja á lögregluna. Vinkonan fór. Nokkrum mínútum seinna var bankað á hurðina hjá Clöru, vinkonan komin aftur. Rifrildið tók sig upp en á lægri nótunum en áður. Ævintýrið endaði svo með endalausum gráti vinkonunnar.
Nú er það spurningin hvað segi ég næst við Clöru þegar ég hitti hana og hún spyr mig hvort hún hafi nokkuð verið með of mikil læti í kvöldið áður. Spurning sem ég hef oft fengið en af kurteisi svara ég alltaf nei, nei, var ekki vör við neitt, enda kemur mér einkalíf hennar ekki við.
Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti sem ég heyri að ofbeldi hafi verið beitt. Breytir það einhverju? Á ég bara að láta áfram eins og ekkert sé? Eða á ég að segjast hafa heyrt að eitthvað vesen hafi verið í gangi? Hvenær kemur manni einkalíf nágrannanna við og hvenær ekki?

mánudagur, september 03, 2007

Tók skáldsögu prófið


You're Catch-22!

by Joseph Heller
Incredibly witty and funny, you have a taste for irony in all that you see. It seems that life has put you in perpetually untenable situations, and your sense of humor is all that gets you through them. These experiences have also made you an ardent pacifist, though you present your message with tongue sewn into cheek. You could coin a phrase that replaces the word "paradox" for millions of people.
Mikið er ánægjulegt að gefa það út frá sér að vera Incredibly witty and funny. Líður enganveginn þannig þessa dagana, sit við tölfuna frá morgni til kvölds og fynst ég muni aldrei ná að koma þessari ritgerð almennilega frá mér. Því meira sem ég skrifa, þeim mun meira er eftir. Alls ekki witty né funny það.
Take the Book Quiz

laugardagur, september 01, 2007

Frakkar

Sinn er siður í landi hverju, sem betur fer fyrir okkur mannfræðingana, og hver þjóð hefur sínar littlu venjur sem við gefum lítinn gaum dagsdaglega en eru einmitt meðal þess sem gefur okkur þjóðarbraginn sem við berum. Frakkar fara t.d. langflestir í frí á sama tíma. Sumarfríin í ágúst sem skilja París eftir auða utan erlendra ferðamanna. Bílaumferðin stórminkar og mikið af hverfisbúðum lokar. September markar hinsvegar heimkomu úr sumarfríi fyrir alla og lífið hefur sinn vanagang hvort sem er í vinnu eða skóla.
Frakkar eru einnig mjög fastheldnir á matarvenjur. Sallatið er borðað annaðhvort á undan eða eftir aðalréttinum, mismunandi eftir svæðum. Osturinn er borinn fram á undan súkkulaðinu en aldrei á eftir.
Þó svo Frakkland sé í dag ríki óháð trú þá eru enn gamlir kaþólskir siðir við líði. Hver dagur tilheirir ákveðnum dýrðlingi og í enda veðurfregnana á sjónvarpstöðinni TF1 á því að tilkynna hvaða dýrðlingi morgundagurinn tilheyrir.
Frakkar eru einnig mjög viðkvæmir fyrir því að vera eða vera ekki boðið góðann daginn. Hvort sem þú ert að spyrja til vegar úti á götu, koma í vinnuna, eða versla bíður maður yðulega góðann daginn áður en maður segir nokkuð annað. Annað er talin argasta móðgun við þann sem var ekki boðið góðann daginn.
Frökkum fynst gott að fá sér "appero" eftir vinnu og áður en þeir borða kvöldmatinn. Týpískur apperó er hvítvín með nokkrum dropum af ávaxtasýrópi, sólberja-, brómberja- og ferskju sýróp eru þau algengustu. Fínni útgáfan af þessum apperó er kampavín í stað hvítvínsins. Í suður Frakklandi drekka menn sterkann anís drykk sem blandaður er með vatni og borinn fram með klökum.
Frakkar klæða sig eftir dagatalinu en ekki eftir veðri. Þrátt fyrir ekki-sumar í sumar var fólk sumarlega klætt. Hvenær sem það er svo samkvæmt dagatalinu að veturinn er kominn taka ALLIR út vetrarkápurnar og leðurstígvélin.
Frakkar borða baguettes, sniggla, froska, kuðunga, ostrur, kræklinga og flest annað sjáfarfang, drekka sterkt kaffi úr littlum bollum, þeir framleiða 365 osta sem við fyrstu kynni virðast allir eins. Þeir eru stoltir af því að vera franskir og vorkenna að hluta til þeim sem eru það ekki.
eXTReMe Tracker