Rútínan
Ekki mikið í fréttum þessa dagana. Rútínan heldur okkur þéttu tangarhaldi, vinna, borða, sofa. Marwan fastar og lætur sig dagdreyma um villtar matarorgíur. Hringir regluega og leggur á ráðin um kvöldmatinn, sem þar sem hann er eina máltíð dagsins er yfirleitt vel út hugsaður.
Er endalaust að endurraða köflum í ritgerðinni og reyna að koma heildarmynd á verkið sem er enn mjög brotakent. Stenst heldur ekki freistinguna að lesa nýtt efni sem færir mig enn inn á nýjar slóðir. Bunkinn á skrifborðinu sem ég hef heitið mér að sé sá seinasti virðist stækka frekar en hitt. Hver grein bendir á aðrar athyglisverðar. Þannig margfaldast bunkinn endalaust.... endalaust...
7 Comments:
það á vel við hér: því meira sem ég veit því minna veit ég...annars einhverra hluta vegna eru tebollarnir hjá mér fleiri en lesnar blaðsíður í dag hrmpfff. Vona að þið eigið dásamlega matarorgíu í kvöld, hér verður eitthvað hakkrusl. Væri meira til í saltkjöt og baunir sem eru viðeigandi á blautum og köldum haustdegi. Knúsilús og já sterling er með mjög ódýr flug til Köben frá Paris...datt bara í hug að segja þér það hehe.
jú jú sama hér, ætlaði sko aldeilis að nota september í að koma mér í gírinn fyrir Cambridge. Hef svo einhvern veginn engu komið í verk. Gangi þér vel skvísa með lokahnykkinn og njótið kvöldmáltíðarinnar.
Nú eru öll gólfefni komin á og allt að verða reddí í íbúðinni, hlakka SVO til að flytja!!, hugsa samt að sökum annríkis að þá verði endanlegir flutningar ekki fyrr en þarnæstu helgi, en það styttist,,
hafið það gott ;-)
kv. frá verðandi Kópavogsbúa
rigning og rok en samt bara sátt
Flott hjá honum að fasta! Vona að það gangi sem best.
Allir að klæðast rauðu í dag, það kennir þeim sko (litl).
Takk fyrir það, fastan gengur bara ágætlega.
Þetta með rauðaherinn gekk eitthvað verr. Ég er reyndar í dökkbleikum sokkum en Marwan fór í hvítri og ljósblárri skyrtu í vinnuna. Brosti út í 1/4 og pírði á mig augun eins og hann skyldi ekki alveg út í hvað ég var að fara í morgun þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki örugglega að sína samstöðu sína með munkunum í Myanmar
Skrifa ummæli
<< Home