laugardagur, september 01, 2007

Frakkar

Sinn er siður í landi hverju, sem betur fer fyrir okkur mannfræðingana, og hver þjóð hefur sínar littlu venjur sem við gefum lítinn gaum dagsdaglega en eru einmitt meðal þess sem gefur okkur þjóðarbraginn sem við berum. Frakkar fara t.d. langflestir í frí á sama tíma. Sumarfríin í ágúst sem skilja París eftir auða utan erlendra ferðamanna. Bílaumferðin stórminkar og mikið af hverfisbúðum lokar. September markar hinsvegar heimkomu úr sumarfríi fyrir alla og lífið hefur sinn vanagang hvort sem er í vinnu eða skóla.
Frakkar eru einnig mjög fastheldnir á matarvenjur. Sallatið er borðað annaðhvort á undan eða eftir aðalréttinum, mismunandi eftir svæðum. Osturinn er borinn fram á undan súkkulaðinu en aldrei á eftir.
Þó svo Frakkland sé í dag ríki óháð trú þá eru enn gamlir kaþólskir siðir við líði. Hver dagur tilheirir ákveðnum dýrðlingi og í enda veðurfregnana á sjónvarpstöðinni TF1 á því að tilkynna hvaða dýrðlingi morgundagurinn tilheyrir.
Frakkar eru einnig mjög viðkvæmir fyrir því að vera eða vera ekki boðið góðann daginn. Hvort sem þú ert að spyrja til vegar úti á götu, koma í vinnuna, eða versla bíður maður yðulega góðann daginn áður en maður segir nokkuð annað. Annað er talin argasta móðgun við þann sem var ekki boðið góðann daginn.
Frökkum fynst gott að fá sér "appero" eftir vinnu og áður en þeir borða kvöldmatinn. Týpískur apperó er hvítvín með nokkrum dropum af ávaxtasýrópi, sólberja-, brómberja- og ferskju sýróp eru þau algengustu. Fínni útgáfan af þessum apperó er kampavín í stað hvítvínsins. Í suður Frakklandi drekka menn sterkann anís drykk sem blandaður er með vatni og borinn fram með klökum.
Frakkar klæða sig eftir dagatalinu en ekki eftir veðri. Þrátt fyrir ekki-sumar í sumar var fólk sumarlega klætt. Hvenær sem það er svo samkvæmt dagatalinu að veturinn er kominn taka ALLIR út vetrarkápurnar og leðurstígvélin.
Frakkar borða baguettes, sniggla, froska, kuðunga, ostrur, kræklinga og flest annað sjáfarfang, drekka sterkt kaffi úr littlum bollum, þeir framleiða 365 osta sem við fyrstu kynni virðast allir eins. Þeir eru stoltir af því að vera franskir og vorkenna að hluta til þeim sem eru það ekki.

7 Comments:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Skemmtleg samantekt, hefur hnattvæðingin, fjölmenningaráhrifin og ameríkaníseringin ekki sett mikið mark á franskt samfélag? Ert þú orðin alvöru frönsk?

02 september, 2007 03:03  
Blogger imyndum said...

Jú að sjálfsögðu hefur hnatvæðing og fjölmenningaráhrif sett sitt mark á franskt samfélag þó svo frakkar reyni yðulega að koma með mótspil. McDonnalds kom og Frakkar buðu upp á Quick, þeirra útgáfa af slíkum stað. Euro Disney garðinum var svarað með Ástríksgarðinum. Sjónvarpsefni er "döbbað" á frönsku og flest bíóhúsin úti á landi eru einungis með franskar útgáfur af kvikmyndum.

París er mikil fjölmennignarborg, fer reyndar eftir hverfum, en hér fynnast flest þjóðerni heims sem gefur henni mikinn sjarma. En auðvitað nær ameríkaníseringin í rassinn á okkur öllum, sérstaklega unga fólkinu. Ungar franskar konur kunna margar ekki að klæða sig lengur, gallabuxurnar 2 nr of littlar með tilheyrandi afleiðingum. Synd og skömm það þar sem sjarmi franskra kvenna er ekki endilega að þær séu svo fallegar heldur að hver og ein kann að draga fram það besta hjá sjálfri sér.

;) nei ég er ekki frönsk og verð aldrei neitt annað en íslensk, en ég hef tileinkað mér ýmislegt úr frönsku háttarlagi, sem þýðir samt ekki að ég sé frönsk.

02 september, 2007 09:01  
Blogger brynjalilla said...

Góðan daginn Rósa mín og takk fyrir skemmtilegan pistil. Ég er annars svo sammála Frökkum og án efa flestir að best er nú að hefja umræður og fyrirspurnir á því að heilsa kurteisislega.

Sunnudagsknús

02 september, 2007 16:58  
Blogger Magnús said...

Tek undir það, ef fólk þekkist ekki sérstaklega er sjálfsögð kurteisi að bjóða góðan dag. Hérna heima er ótrúlega algengt að fólk verði hvumsa við það eitt að vera heilsað.

02 september, 2007 21:14  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Takk fyrir greinargott og skemmtilegt svar Rósa. Hlakka til að heimsækja þig einhvern daginn svo ég fái þetta allt saman beint í æð. Já og góða kvöldið.

04 september, 2007 00:32  
Blogger Fnatur said...

Mikið var gaman að lesa um frakkana og siði þeirra og venjur.
Bragðast anís drykkurinn nokkuð eins og gömlu góðu anísstykkin úr Kristjánsbakaríi með bleika glassúrinu?

09 september, 2007 04:17  
Blogger imyndum said...

Munurinn á anís drykknum og bleiku glassúr stykkjunum er að drykkurinn er mjög áfengur, þannig að nei, mér hafði ekki dottið þau í hug.
Þú verður bara að gera þér ferð til að smakka, skoða Eiffelturninn og franska menningu í leiðinni, ;) ekkert að því

09 september, 2007 10:15  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker