sunnudagur, september 09, 2007

Nágranna erjur

Við hliðina á okkur býr Clara, miðaldra lesbía af portúgölskum uppruna. Clara lifir fjörugu kynlífi þar sem hún kemur víða við og í gegnum þunnan millivegginn fáum við að fylgjast með meira af hennar einkahögum en við kærum okkur um. Hörku rifrildi skiptast á við óþarflega háværar kynlífsstunur.
Í gærkvöldi eftir að gestir sem höfðu verið í heimsókn hjá henni voru farnir heyrðist allt í einu skaðræðis öskur og svo dinkur eftir nokkura sekuntna þögn rauk einhver á dyr. Vinkonan hótaði að allt væri búið eftir greinilegar barsmíðar. Róleg og yfirveguð rödd Clöru bað afsökunar, bað hana um að koma aftur, hún myndi sjálf hryngja á lögregluna. Vinkonan fór. Nokkrum mínútum seinna var bankað á hurðina hjá Clöru, vinkonan komin aftur. Rifrildið tók sig upp en á lægri nótunum en áður. Ævintýrið endaði svo með endalausum gráti vinkonunnar.
Nú er það spurningin hvað segi ég næst við Clöru þegar ég hitti hana og hún spyr mig hvort hún hafi nokkuð verið með of mikil læti í kvöldið áður. Spurning sem ég hef oft fengið en af kurteisi svara ég alltaf nei, nei, var ekki vör við neitt, enda kemur mér einkalíf hennar ekki við.
Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti sem ég heyri að ofbeldi hafi verið beitt. Breytir það einhverju? Á ég bara að láta áfram eins og ekkert sé? Eða á ég að segjast hafa heyrt að eitthvað vesen hafi verið í gangi? Hvenær kemur manni einkalíf nágrannanna við og hvenær ekki?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eilíf og ákaflega flókin spurning, sérstaklega þegar um tvo fullorðna einstaklinga er að ræða. Ég veit ekki hvað ég myndi gera, svei mér þá.
Frá nágrönnunum að neðan berast stundum ægileg öskur, unglingar rífast við foreldrana eða foreldrarnir rífast sín á milli. Ég er samt nokkuð viss um að líkamlegu ofbeldi er ekki beitt. Ég held að ef mig grunaði t.d. að kallin lemdi konuna, myndi ég frekar reyna að tala við hana en hann.

09 september, 2007 16:38  
Blogger brynjalilla said...

Ja herna, stud ad hafa svona nagranna. Ef thu ottast ad einhverjum se haetta buin, tha skaltu hringja a lögregluna og tilkynna um heimiliserjur. Man eftir rifrildi i blokk sem eg bjo einu sinni i, brothljod, öskur og grenj, thad var mjög onotanlegt og rifrildid folst i ad par var osammala um bilakaup ad thvi er virtist.

10 september, 2007 15:24  
Blogger imyndum said...

Takk fyrir ráðin stelpur. Það hefur allt leikið í lindi hjá Klöru síðan seinast. Lítið rekist á hana þannig ég hef sloppið við að fynna hentugt svar. Vona þetta haldist bara svona. En hrikalega er þetta óþægileg staða.

12 september, 2007 10:31  
Blogger Magnús said...

Ég myndi segja henni að það sé óþægilegt að hlusta á barsmíðar. Kannski skilur hún það hreinlega ekki til fulls. Kynlífshljóðunum verður fólk að lifa með, held ég.

27 september, 2007 23:40  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker