miðvikudagur, september 12, 2007

Miðvikudagur í September

Erfitt að komast á fætur í morgun þrátt fyrir sól og loforð um gott veður. Fórum út í gærkvöldi með frænda Marwans sem er staddur í París í nokkra daga vegna vinnunnar. Strákur rétt undir þrítugu að koma í fyrsta sinn einn til Frakklands. Fórum með hann á veitingastað í Oberkampf hverfinu þar sem mannlífið er mjög fjörugt og frábrugðið því sem gengur og gerist í Kaíró. Hann horfði stóreygur á allar "líflegu" stelpurnar eins og hann komst að orði. Ég verð að viðurkenna að ég gerði það nú á köflum líka. Hár í öllum regnbogans litum, líkamslokkar og tatooeringar. Hann fór skælbrosandi og alsæll heim á hótel.
Á morgun byrjar svo föstumánuðurinn Ramadhan. Marwan er enn að gera upp við sig hvað hann ætli að gera. Langar til að fasta en er ekki viss um að geta það. Hér er náttúrulega ekkert tekið tillit til þessa mánaðar eins og íslömskum löndum þar sem vinnutíminn er verulega styttur og gert er ráð fyrir því að afköstin séu mun minni. Sjáum til hvað hann ákveður að gera.

Efnisorð:

4 Comments:

Blogger brynjalilla said...

góda helgi og njótid gaedanna fyrir sem eftir sólarlag!

14 september, 2007 12:47  
Blogger Thordisa said...

Hæ skvísa var að koma heim í gær frá Amsterdam ferðasaga komin á bloggið mitt.

17 september, 2007 13:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Rósa,
Ég var að ræða þetta um þjóðarsálina við nokkra Íslendinga sem eru færir í frönsku. Þá kom upp orðatiltækið: ESPRIT DE LA NATION. Arnaud segir að það geti vísað til le génie de la nation, jafnvel hægt að tala um esprit de la race í þínu tilfelli?
Er á bloggrúntinum og mundi að ég hafði aldrei skrifað þér um þetta. Koss. K.

20 september, 2007 07:33  
Blogger imyndum said...

Blessuð, takk fyrir þetta búin að nótera hjá mér, esprit og génie. Race er hinsvegar eitt af "bannorðunum" þar sem það felur í sér gamla drauga um misrétti rökstuddu af ímynduðum kynþáttum okkar jarðlinga þar sem sumir eru sjálfskipaðir æðri en aðrir.

20 september, 2007 14:24  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker