Sinn er siður í landi hverju, sem betur fer fyrir okkur mannfræðingana, og hver þjóð hefur sínar littlu venjur sem við gefum lítinn gaum dagsdaglega en eru einmitt meðal þess sem gefur okkur þjóðarbraginn sem við berum. Frakkar fara t.d. langflestir í frí á sama tíma. Sumarfríin í ágúst sem skilja París eftir auða utan erlendra ferðamanna. Bílaumferðin stórminkar og mikið af hverfisbúðum lokar. September markar hinsvegar heimkomu úr sumarfríi fyrir alla og lífið hefur sinn vanagang hvort sem er í vinnu eða skóla.
Frakkar eru einnig mjög fastheldnir á matarvenjur. Sallatið er borðað annaðhvort á undan eða eftir aðalréttinum, mismunandi eftir svæðum. Osturinn er borinn fram á undan súkkulaðinu en aldrei á eftir.
Þó svo Frakkland sé í dag ríki óháð trú þá eru enn gamlir kaþólskir siðir við líði. Hver dagur tilheirir ákveðnum dýrðlingi og í enda veðurfregnana á sjónvarpstöðinni TF1 á því að tilkynna hvaða dýrðlingi morgundagurinn tilheyrir.
Frakkar eru einnig mjög viðkvæmir fyrir því að vera eða vera ekki boðið góðann daginn. Hvort sem þú ert að spyrja til vegar úti á götu, koma í vinnuna, eða versla bíður maður yðulega góðann daginn áður en maður segir nokkuð annað. Annað er talin argasta móðgun við þann sem var ekki boðið góðann daginn.
Frökkum fynst gott að fá sér "appero" eftir vinnu og áður en þeir borða kvöldmatinn. Týpískur apperó er hvítvín með nokkrum dropum af ávaxtasýrópi, sólberja-, brómberja- og ferskju sýróp eru þau algengustu. Fínni útgáfan af þessum apperó er kampavín í stað hvítvínsins. Í suður Frakklandi drekka menn sterkann anís drykk sem blandaður er með vatni og borinn fram með klökum.
Frakkar klæða sig eftir dagatalinu en ekki eftir veðri. Þrátt fyrir ekki-sumar í sumar var fólk sumarlega klætt. Hvenær sem það er svo samkvæmt dagatalinu að veturinn er kominn taka ALLIR út vetrarkápurnar og leðurstígvélin.
Frakkar borða baguettes, sniggla, froska, kuðunga, ostrur, kræklinga og flest annað sjáfarfang, drekka sterkt kaffi úr littlum bollum, þeir framleiða 365 osta sem við fyrstu kynni virðast allir eins. Þeir eru stoltir af því að vera franskir og vorkenna að hluta til þeim sem eru það ekki.