Mikið er alltaf gott að koma heim hversu góð sem ferðin hefur verið. Seinustu dagarnir í Kaíró voru ansi þétt settnir í heimsóknum og hittingum. Hitti meðal annars íslenska stelpu, Sigrúnu Vals sem býr úti í Kaíró með eiginmanni og tveimur börnum, gaman að spjalla við hana. Svo voru það fjölskylda og vinir sem sáu um þéttskipaða dagskrá.
Maginn að sjálfsögðu ekki kominn í lag enn, tæpur mánuður í Egyptalandi þýðir sitt. Veit annars ekki hvað það er sem ég þoli ekki. Ég passa mig alltaf vel að borða ekkert hrátt, þar með talið sallat og grænmeti en ég hef það á tilfinningunni að ég sé hreinlega með strengi/harðsperrur í maganum af krömpum þannig að hvað sem fer ofan í hann fær hann til að engjast. Ég þygg því glaðlega öll ráð við meltingarvegar og maga harðsperrum.
Giftingin tókst vel, áttum góða fjölskyldustund heima þann 5 apríl þar sem við skrifuðum undir samninginn og settum upp hringana.
Veislan á föstudeginum tók örlítið meira á taugarnar þar sem hún var töluvert stærri og meirihlutinn fólk sem ég hafði aldrei séð áður og eins gott að koma vel fyrir. Veðrið framan af degi var betra en hægt var að hugsa sér og ég skellti mér áhyggju laus í spa á hótelinu með mömmu og Ásu systir. Seinnipartinn fór hinsvegar að blása verulega og ég að stressast með því þar sem veislan var utandyra.
Svörin frá hótelinu voru hinsvegar alltaf ... þetta gengur yfir eftir klukkutíma. Þegar rúmum klukkutíma seinna stólar voru farnir að fjúka um koll og ég að falast eftir því hvaða staðfestingu þeir hefðu fyrir því að veðrið gengi yfir og ég fékk hið klassíska egypska svar "inshaa Allah" sem þýðir ef guð lofar varð ég ansi svartsýn á framhaldið.
Mestu svartsýnina náði ég að hrista af mér inni á svítu þar sem mamma og systur hjálpuðu mér að komast í kjólinn, mála mig, festa slörið osfrv. Þegar allt var tilbúið og ég beið ein úti á verönd og Ingveldur inni í svítu að bíða eftir Marwan og ljósmyndurunum fór að rigna. Ég gat ekki stressast legnur, vissi að gestirnir færu að tínast að hvað og hverju og lítið hægt að gera upp úr þessu nema brosa að öllu saman og gera sér grein fyrir að veislan yrði sjálfsagt eftirmynnanlegri en gert var ráð fyrir í uppafi.
En, guð lofaði og rétt áður en við mættum í veisluna lyngdi og við fengum þetta yndislega veður á meðan veislan stóð þannig jafnvel var hægt að kveikja á kertum á borðunum. Þegar allar serimoníur með brúðartertu og vandarköstum voru afstaðnar og allir búnir að borða vel fór að blása hressilega aftur, rétt svona til að reka á eftir gestunum !
Brúðkaupsferðin til Sharm el Sheik var einnig yndisleg, sváfum mikið, borðuðum vel og fjölbreytt. Allt frá því að borða á Hilton hótelinu í að panta pizzu upp á herbergi eitt kvöldið. Busluðum í sjónum innan um kórala og marglita fiska. Hreint óttúleg upplifun.
Á morgun tekur svo alvaran við á ný þar sem ég á vital við leiðbeinandann minn til að heyra það sem hann hefur að segja um fyrstu útgáfuna af ritgerðinni. Kanski er það þessvegna sem ég er með magaharðsperrurnar?