Sandstormur
Hér í Kaíró er skollinn á þessi líka fíni sandstormur sem enginn veit hvað varir lengi, kanski fram á kvöld, kanski í nokkra daga. Lyktin í loftinu er einkennilegt og ég er með sandbragð í munninum jafnvel hér innan húss. Sat lengi úti á svölum (sem eru lokaðar með glerveggjum) í morgun og dáðist að veðrinu og gulri byrtunni sem því fylgir. Tengdamóðir mín dáist minna, enda er allt hér innanhúss orðið þakið fínu ryki sem virðist smjúa inn um lokaða gluggana. Glugga hlerar eru hafðir lokaðir nema á 2-3 stöðum en hljóðin í vindinum og því sem hann rífur í berast inn tiol okkar. Gatan fyrir framan húsið er svo til auð og ekki mikið af fólki á ferli.
Mér finst þetta mikið ævintýri og sórhríðar unnandinn ég gat ekki látið vera að finna mér ástæðu til að gera mér ferð út í veðrið. Ákvað að dagurinn væri tilvalinn til að baka brauð og þar sem tengdamóðir mín er ekki mikið í slíku var ekkert til á heimilinu til þess þannig ég “neyddist” til að búa mig upp og fara út í búð tengdamóðurminni enn til undrunar þar sem auðveldara væri að byðja annaðhvort húsvörðinn að sendast eða fá sent beint úr búðinni. Ég taldi hinsvegar hvorki húsvörðinn né búðina í stakk búna að skilja nákvæmlega hvað ég vildi.
Mér finst þetta mikið ævintýri og sórhríðar unnandinn ég gat ekki látið vera að finna mér ástæðu til að gera mér ferð út í veðrið. Ákvað að dagurinn væri tilvalinn til að baka brauð og þar sem tengdamóðir mín er ekki mikið í slíku var ekkert til á heimilinu til þess þannig ég “neyddist” til að búa mig upp og fara út í búð tengdamóðurminni enn til undrunar þar sem auðveldara væri að byðja annaðhvort húsvörðinn að sendast eða fá sent beint úr búðinni. Ég taldi hinsvegar hvorki húsvörðinn né búðina í stakk búna að skilja nákvæmlega hvað ég vildi.
Fann svona sirka það sem ég var að leita að og þrammaði heim á leið, bryðjandi sand með pírð augun. Hér heima fynst hinsvegar hvorki mælikönnur né vogar þannig brauðið sem nú er inni í stóra gasofninum hennar Mögdu er gert eftir auganu. Einnig sem hitastigið sem ég skaut á í byrjun (þar sem ég hef aldrei notað gasofn) var greinilega allt of lágt þannig ég pota nú reglulega í kúmenbrauðið í ofninum til að sjá hvernig því líður á meðan olifu og sólþurkuðu tómat bollurnar hefast í rólegheitunum.
3 Comments:
Mig langar í brauð með dassi af saharasandi...
Já mín alveg að standa sig í frúarhlutverkinu, ég er ekkert smá ánægð með þig :-)
En já við íslenskar konur erum ekki vanar að láta smáhluti eins og storm stoppa okkur í því að fara út og færa björg í bú...
Knús og kossar
Inga Jóna
Jæja er að byrja að blogga kann lítið á þetta enn he he en settu mig inn sem tengil hjá þér
http://thordis-arnardottir.blogspot.com/
Skrifa ummæli
<< Home