Meinhægt
Dibie, leiðbeinandinn minn var að sjálfsögðu ekki tilbúinn með athugasemdir á uppkastið, hef það helst á tilfinningunni að það hafi verið lagt á skrifborðið og svo ekki meir. Klassíkt! Ég man svo vel eftir þessum tíma hjá Marwan, endalaus barningur að fá yfirlestur þangað til á seinustu stundu. Þetta er ekki til að flýta fyrir það er alveg ljóst. Næst læt ég hann bara fá hluta af ritgerðinni til að fara yfir, bæði til að verkið fyrir hann verði yfirstíganlegra og einnig til að ég verði ekki stopp meðan hann er að lesa. Hinsvegar var það alveg nauðsynlegt fyrir hann að fá allt núna til að fá yfirsýn yfir ritgerðina og hvert ég er að fara með hana.
Annars er allt meinhægt, reyni að hafa ofanaf fyrir mér með lestri, reyndar ekki síður af mogganum og hinum ýmsu bloggsíðum eins og fræðilegri textum. Rakst meðal annars á frétt í mogganum að maður á þrítugsaldri hefði verið stoppaður í umferðinni í Reykjavík þar sem hvorki hann né 6 ára gamalt barn í bílnum voru í öryggisbelti. Nýkomin frá Kaíró þar sem barnabílstólar þekkjast ekki og belti í bílum eru yfirleitt bara í framsætum ef þau eru þá til staðar. Oftast situr fólk með ung börn og jafnvel kemur fyrir að ökumaður sitji með barn í fanginu, þá stingur þessi frétt í augu, ekki bara að maðurinn hafi verið stoppaður af lögreglu sem mér þykir reyndar sjálfsagt heldur að þetta þyki það fréttnæmt athæfi að það komi í moggann þar sem fréttin trónir sem ein af 5 mest lestnum fréttum augnabliksins.
Er ekki gott að búa í landi þar sem hlutirnir eru ekki alvarlegri en þetta?
4 Comments:
Merkilegur þessi gaur sem "commentar" hér á undan, ætli hann sé slyngur í íslenskunni???
Já er ekki vorið komið í París, ég er viss um að þú getur haft ofan af fyrir þér meðan Dibie les yfir ritgerðina.
Ég verð nú að viðurkenna að ég væri alveg til í að vera með þér að njóta vorsins :-)
Knús og kossar
Inga
Þú, kúlan, blómin og bíflugurnar ;) ég sé þig alveg fyrir mér hérna hjá mér
Sakna þín
já ég væri til í að vera komin til þí n í vorið...
Verðum að hittast. Verst að ég er á haus í vinnu.
Það er gott að vera frá krúttlandi.
Stoltpælingarnar voru útfrá kröfu Sarkó á að innflytjendur yrðu að vera stoltir af sögu Frakklands.
Skrifa ummæli
<< Home