sunnudagur, desember 23, 2007

Gleðileg Jól


miðvikudagur, desember 12, 2007

Ritgerðarraunir

Var sérlega utanvið mig í gær. Náði einhvernvegin ekki að koma mér útúr ritgerðinni. Allt datt út úr höndunum á mér og mér tókst meira að seigja að slá út rafmagninu á íbúðinni með því að reka moppuna í rafmagnstöfluna í gærkvöldi og stóð eftir í kolniðamyrkri.

Ekker gengið að vinna í ritgerðinni í dag. Ótrúlegt hvernig maður fær það ekki af sér að standa upp frá skrifborðinu, fara í göngutúr, anda frísku lofti ofan í lungun. Myndi sjáfsagt vinna betur á eftir, en nei, vonin um að "vinnuandinn" komi yfir mann akkúrat á næstu mínútu heftar alla slíka líkams og andans rækt.

Fjörið byrjaði náttúrulega stax í morgun með þessa rétt fyrir utan hjá okkur

þriðjudagur, desember 11, 2007

Aðventa

Flestir jólapakkarnir komnir í póst, þeir seinustu verða líklegast sendir til Ítalíu á morgun. Jólakortin eru komin langt áleiðis og fara vonandi í póst fyrir helgi. Að aðskyldum aðventukransinum og litlum jólasvein sem við keyptum í Kaupmannahöfn er annars enn lítið sem mynnir á jólin hérna hjá okkur á Aligre. Það byrjar þó með Stekkjastaur sem kemur fyrstur í nótt ef ég hef talið rétt.
Ferðin okkar til Köben og Lund kom okkur þó í jólaskap, enda jólaljós komin þar upp útum allt. Samveran við Brynju og Valla var kær. Litlujólakvöldið var íslenskt lambalæri sem hreinlega bráðnaði í munninum með dásamlegri Brynjusósu og býsnin öll af rauðvíni. Það var gaman að koma inn á fallega heimilið þeirra og fá innsýn inn í líf þeirra og kynnast nokkrum af þeirra vinum sem koma víðsvegar að.
Léttbylgjan á netinu sér svo um að halda uppi stemmingunni. Takk fyrir piparkökudunkinn Valli og Brynja. Hangikjötið bíður inni í frysti, fois gras inni í ískáp og maltið uppi í hillu. Svo er það bara að kaupa nokkrar ostrur og jólin verða yndisleg frönsk, íslensk blanda.
eXTReMe Tracker