miðvikudagur, desember 12, 2007

Ritgerðarraunir

Var sérlega utanvið mig í gær. Náði einhvernvegin ekki að koma mér útúr ritgerðinni. Allt datt út úr höndunum á mér og mér tókst meira að seigja að slá út rafmagninu á íbúðinni með því að reka moppuna í rafmagnstöfluna í gærkvöldi og stóð eftir í kolniðamyrkri.

Ekker gengið að vinna í ritgerðinni í dag. Ótrúlegt hvernig maður fær það ekki af sér að standa upp frá skrifborðinu, fara í göngutúr, anda frísku lofti ofan í lungun. Myndi sjáfsagt vinna betur á eftir, en nei, vonin um að "vinnuandinn" komi yfir mann akkúrat á næstu mínútu heftar alla slíka líkams og andans rækt.

Fjörið byrjaði náttúrulega stax í morgun með þessa rétt fyrir utan hjá okkur

5 Comments:

Blogger Kristín said...

Dísúss hvað ég skil þig. Alveg hrikalegt að sitja og bíða.
Syngum bara:
Tekíla er svaka drykkur.
Tekíla er rosa gott.
Tekíla er svaka drykkur...
dúú dú dúú dú dúú dú
Komd'í kántrýbæ!

12 desember, 2007 21:19  
Blogger brynjalilla said...

ah þetta minnir mig á gömul prakkarastrik, hafðu það gott og fáðu þér piparköku þegar andinn er þreyttur.

13 desember, 2007 09:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Jeiii - er ekki gaman að vera með þetta lag síðan á heilanum á meðan þú bíður eftir andans afli hahaha

13 desember, 2007 10:06  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Það er alla vega stuð hjá þeim... en frekar erfitt að samgleðjast.

13 desember, 2007 23:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ,

Já alltaf stuð á Aligre :-)

Knús knús og koss koss
Inga og Þórir Snær
P.S. Rósa það eru komnar nýjar myndir inn á barnaland.

17 desember, 2007 01:54  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker