þriðjudagur, desember 11, 2007

Aðventa

Flestir jólapakkarnir komnir í póst, þeir seinustu verða líklegast sendir til Ítalíu á morgun. Jólakortin eru komin langt áleiðis og fara vonandi í póst fyrir helgi. Að aðskyldum aðventukransinum og litlum jólasvein sem við keyptum í Kaupmannahöfn er annars enn lítið sem mynnir á jólin hérna hjá okkur á Aligre. Það byrjar þó með Stekkjastaur sem kemur fyrstur í nótt ef ég hef talið rétt.
Ferðin okkar til Köben og Lund kom okkur þó í jólaskap, enda jólaljós komin þar upp útum allt. Samveran við Brynju og Valla var kær. Litlujólakvöldið var íslenskt lambalæri sem hreinlega bráðnaði í munninum með dásamlegri Brynjusósu og býsnin öll af rauðvíni. Það var gaman að koma inn á fallega heimilið þeirra og fá innsýn inn í líf þeirra og kynnast nokkrum af þeirra vinum sem koma víðsvegar að.
Léttbylgjan á netinu sér svo um að halda uppi stemmingunni. Takk fyrir piparkökudunkinn Valli og Brynja. Hangikjötið bíður inni í frysti, fois gras inni í ískáp og maltið uppi í hillu. Svo er það bara að kaupa nokkrar ostrur og jólin verða yndisleg frönsk, íslensk blanda.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Rétt að kíkja inn - var farin að sakna þess að sjá ekki færslur ;-) Sýnist það stefni í fínasta jólakokkteil hjá ykkur hjónum í París.
Raf-faðm, Ingveldur.

11 desember, 2007 13:51  
Blogger brynjalilla said...

takk fyrir síðast enn og aftur og fallegu orðin, njótið nú jólanna og alls þess sem þau hafa upp á að bjóða!

11 desember, 2007 17:10  
Blogger Thordisa said...

Mikið vildi ég að við værum allar fjórar að fara að hittast 1 jan í Ásabyggðinni eins og við gerðum hér forðum finnst svo langt síðan það var. Vona að einn daginn eigum við eftir að gera það aftur. Koss og knús

12 desember, 2007 10:26  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker