Loksins er sumarið komið eftir lang bið
Loksins er sumarið komið eftir lang bið. Tók litlu rauðu sandalana mína út úr fataskàpnuum í fyrsta sinn þetta sumarið í morgun àður en ég fór í vinnuna. Jù, auðvitað er ég að vinna þegar loksins stytti upp. Sit og horfi út um stóra gluggana à hótel mótökunni à léttklætt fólkið labba framhjà og velti fyrir mér mannlífinu í stórborginni París.
Seinustu nótt var hér par, frönsk kona komin af léttasta skeiðinu með töluvert yngri afrísk ættuðum leikfélaga. Konan bað mig um metró kort í morgun àður en þau fóru út sem hún lét manninn hafa og sagði honum svo að „þakka konunni fyrir“. Ansi sérstakt samband þar í gangi.
Hér eru um helgina líka rússneskar mæðgur ægilegar puntrófur og njóta borgarinnar í botn. Fóru víst à kabarett sýninguna à Rauðu Millunni í gærkvöldi, himinlifandi. Hér er líka ítölsk fjölskylda sem talar ekkert nema ítölsku en þurfa ýmsar upplýsingar um samgöngur og annað. Ítalir skylja oftast hrafl í frönsku ef maður talar hægt og notar hreyfingar og andlits geiflur með. Japanskur stràkur sem segja mér malísku herbergisþernurnar að sé með meira af kremum og snyrtidóti með sér en venja sé meðal karmanna og svo flissa þær. 3 búlgarskir félagar à 4 hæðinni þar sem verið er að skipta um gólfteppi en neita að flytja sig þó svo allt sé í ryki, segja að herbergið sé fínt og ekkert ónæði, bara ef allir gestir hótelsins væru jafn nægjusamir og þeir þà væri oft auðveldara að vinna hér.
Á efstu hæðinni er nýkomin ísraelsk fjölskylda, frekar tilætlunarsöm og leiðinleg, vildu fà að skipta um herbergi à miðjum degi eftir að hafa verið í herberginu frà því klukkan 6 í morgun og allar herbergisþernurnar farnar heim. Höfðu ekki einusinni bókað og eru svo með einhver leiðindi. Kanski er ég bara þreytt.
Í gærkvöldi fórum við út að borða með Agnesi vinkonu sem býr hér í París og hennar manni. Fóru með okkur à marokkóskan veitingastað sem var verulega næs bæði í húsbúnaði og mat. Held addressunni til haga fyrir àhugasama. Kvöld verður það ròleg stemming heimavið. Marwan fór à markaðinn í morgun, keypti þorskhnakka sem hann ætlar skilst mér að steikja og gufusjóða grænmeti. Með þessu verður borið fram kælt rósavín, að ógleymdum ostunum og sùkkulaði molanum sem ég leifi mér à eftir Það verður gott að koma heim.
Í gærkvöldi fórum við út að borða með Agnesi vinkonu sem býr hér í París og hennar manni. Fóru með okkur à marokkóskan veitingastað sem var verulega næs bæði í húsbúnaði og mat. Held addressunni til haga fyrir àhugasama. Kvöld verður það ròleg stemming heimavið. Marwan fór à markaðinn í morgun, keypti þorskhnakka sem hann ætlar skilst mér að steikja og gufusjóða grænmeti. Með þessu verður borið fram kælt rósavín, að ógleymdum ostunum og sùkkulaði molanum sem ég leifi mér à eftir Það verður gott að koma heim.