þriðjudagur, júlí 24, 2007

C'est un garçon

Inga og Siggi til hamingju með soninn

mánudagur, júlí 23, 2007

Stór dagur í lífi lítillar fjölskyldu


Innipúkar

Búin að vera að leysa af í afgreiðslunni á hótelinu undanfarnar 3 vikur. Eitthvað minna farið fyfir lestri... hvað þá skrifum en gyldnað örlítið í veskinu í staðin.
Mikið hefur ræst úr verðrinu og sólin skín nú upp á hvern dag með lullandi í 30°c, nema kanski akkúrat í dag þar sem rigningin pissast niður. Þrátt fyrir nýkomna blíðu virðist koma mikið af innipúkum á hótelið. Maður spyr sig, hversvegna að eyða tíma og pening í að koma til Parísar ef á svo bara að hanga inni á herbergi mestallan tíman?
Um daginn var ungt franskt par á hótelinu með um eins og hálfs árs gamal stelpu. Kerran stóð hreyfingarlaus í mótökunni held ég í 3 daga. Þegar þau fóru þurfti svo að taka herbergið úr umferð í sólahring til að lofta út sígarettulykt og þrífa kartefluflögur sem virtust hafa samræmst gólfteppinu.
Nú um helgina voru svo hjón frá Skotlandi með um 8 ára strák með sér. Spurðu mig í þaula hvar væri hægt að borða eitthvað annað en "evrópskt", vildu helst indverskan mat, en hér í borg er ekki mikið um slíkt og misvellukkað. Til að fá þau ekki fúl í hausinn daginn eftir reyndi ég að stinga upp á einhverju öðru en þeim leist ekki á eitt sem ég stakk upp á frá öðrum hornum heims. Franskur matur var greinilega heldur ekki eitthvað sem þeim var boðlegt.
Þau enduðu með því að snæða inni á herbergi í hádeginu og á kvöldin var maðurinn sendur út annaðhvort eftir Pizzu (frá Pizza Hut) eða MacDonalds. Ég svosum veit ekki hvað gerðist eftir klukkan átta á kvöldin hjá þeim en efast um að þau fái sér labbitúr í hverfinu. Synd og skömm að eyða Parísarferð á hótelherbergi með MacDonalds.

mánudagur, júlí 09, 2007

Sumar

Níundi júlí og allir lögnu hættir að kippa sér upp við að sjá snjóflyksu á veðurkortinu yfir frönsku Ölpunum. Eftir ómuna veðurblýðu seinasta vetur og aprílmánuð sem sló öllum öðrum út í hita og sólskinsstundum hefur ringt svo til viðstoðslaust. Parísarbúar er hættir röflinu og horfa nú á hvern ringingar og drumbungsdaginn líða hjá. Annað eins sumar fer að verða óþekkt í manna mynnum.
Núna rétt áðan flugu nokkrar af flugvélum franska ríkisins yfir borginni í æfingarflugi fyrir þjóðhátíðardaginn 14 júlí, sumar eins og pílur í laginu og skjótast eldsnöggt yfir himininn, aðrar svo þunglamalegar að ótrúlegt er að þær skuli tolla í loftinu. Kadiljálkar himinsins.
Ég fylgdist með út um gluggan, upp í gegnum rigninguna, mælirin á horninu sýndi 12°c

mánudagur, júlí 02, 2007

Normandie fallega Normandie

Fórum niður að Normandie um helgina .... eða upp til Normandie, veit ekki alveg hvort er réttara að segja. Alltaf jafn gott að komast út úr borginni hversu falleg hún nú er. Stífar fjórar vikur framundan og svo Ísland fallega Ísland
eXTReMe Tracker