Normandie fallega Normandie
Fórum niður að Normandie um helgina .... eða upp til Normandie, veit ekki alveg hvort er réttara að segja. Alltaf jafn gott að komast út úr borginni hversu falleg hún nú er. Stífar fjórar vikur framundan og svo Ísland fallega Ísland
10 Comments:
Flottar myndir gamla mín. Ætlaði að koma þessum myndum til þín og fór í það að brenna á disk en þá hef ég líklega keypt vitlausa tegund og þetta bara tókst alls ekki hjá mér humm þarf að skoða það betur.
Mikið er Normandí falleg og þið lunkin í að ná fegurðinni á mynd. Þú segir Ísland eftir mánuð, hvenær verðurðu á ferðinni? Væri nú gaman að reyna að hittast. Já og til hamingju með litlu systur, sem er alveg sláandi lík þér, alla vega á myndinni hér að neðan.
Við komum seint að kvöldi 26 júlí, Marwan verður í 10 daga en ég í 2 vikur. Byrjum sjálfsagt á því að fara norður og endum í Rvik. Hvenær verðið þið komin til landsins og hvar verðið þið?
hæ hæ, hlakka ekkert smá til að sjá ykkur, við erum einmitt líka að fara norður á þessum tíma,, annars vorum við að gera tilboð í íbúð í Baugakór (kóp), það verður alveg hægt að sýna ykkur þó það eigi ekki að vera tilbúið fyrr en í sept;-)
Frábært Ása, til lukku með það, þú leifir mér að fylgjast með... ég krossa fingur að tilboðinu verði tekið, hlakka svo til að sjá ykkur geggjað að þið séuð að koma norður sömu helgi
frábært verð á Akureyri á þessum tíma svo þá hittumst við. Elsku Rósa mín myndalufsurnar ekki enn farnar í póst sólin búin að skína alla vikuna og ég hef bara ekki komið heim til mín til að gera eitt né neitt búin að liggja í sundi eða fara í golf og göngutúra. En nú er sólin horfin og þá get ég farið að laga til heima hjá mér og brenna þetta á disk.... Hlakka til að sjá þig.
Ekkert smá fallegar myndir.
yndislegar myndir en gríðarlegur bömmer að ég flýg frá fróni 23. júlí og korter í þig og Marvan, hrpmfff! En okkar tími mun koma.
Ojjj enn fúllt! En jú okkar tími kemur.... enda komin tími á að við kíkjum til Sverge... vonandi á þessu ári.
Við förum norður 28. júlí og verðum í sveitinni fyrst og svo förum við til Akureyrar. Væri gaman að sjá ykkur.
Skrifa ummæli
<< Home