Sumar
Níundi júlí og allir lögnu hættir að kippa sér upp við að sjá snjóflyksu á veðurkortinu yfir frönsku Ölpunum. Eftir ómuna veðurblýðu seinasta vetur og aprílmánuð sem sló öllum öðrum út í hita og sólskinsstundum hefur ringt svo til viðstoðslaust. Parísarbúar er hættir röflinu og horfa nú á hvern ringingar og drumbungsdaginn líða hjá. Annað eins sumar fer að verða óþekkt í manna mynnum.
Núna rétt áðan flugu nokkrar af flugvélum franska ríkisins yfir borginni í æfingarflugi fyrir þjóðhátíðardaginn 14 júlí, sumar eins og pílur í laginu og skjótast eldsnöggt yfir himininn, aðrar svo þunglamalegar að ótrúlegt er að þær skuli tolla í loftinu. Kadiljálkar himinsins.
Ég fylgdist með út um gluggan, upp í gegnum rigninguna, mælirin á horninu sýndi 12°c
3 Comments:
Greinilega sami sumartakturinn hjá Parísarbúum og Skánverjum. Rigningartíð hefur litað síðustu 2 vikur svo annað eins að met eru slegin. Sólin skín núna og við staðráðin í að njóta hennar í botn á meðan er. Erum búin með kleinurnar sem héldu í okkur gleðinni meðan rigningin lamdi glugganna. Sendi þér huglæga kleinu og rjúkandi kakó með.
Og í Þýskalandinu er sama rigningar-sagan en þessir þrjósku þjóðverjar láta það ekkert á sig fá heldur bjóða til grillveislna helgi eftir helgi! Minnir mig á þegar systir mín gafst upp á að bíða eftir sólinni eitt vorið og stóð út á sólpalli með grilltangirnar í skítakulda og norðanátt!!! Mér finnst þetta annars bara fínasta veður, var orðin dauðleið á hlýrarbolnum og finnst fátt notalegra en að sitja upp í risi með kaffibollann minn og hlusta á regndropana falla...
kaffibollakveðjur frá Þýskalandi, Aldís.
Hvað, það mætti halda að Indiana væri "the place" haha.
Endalaus sól og blíða og allir liggja á bæn um nokkra rigningadropa.
Endilega senda þá yfir til okkar ;)
Kveðja, Fanney
Skrifa ummæli
<< Home