Innipúkar
Búin að vera að leysa af í afgreiðslunni á hótelinu undanfarnar 3 vikur. Eitthvað minna farið fyfir lestri... hvað þá skrifum en gyldnað örlítið í veskinu í staðin.
Mikið hefur ræst úr verðrinu og sólin skín nú upp á hvern dag með lullandi í 30°c, nema kanski akkúrat í dag þar sem rigningin pissast niður. Þrátt fyrir nýkomna blíðu virðist koma mikið af innipúkum á hótelið. Maður spyr sig, hversvegna að eyða tíma og pening í að koma til Parísar ef á svo bara að hanga inni á herbergi mestallan tíman?
Um daginn var ungt franskt par á hótelinu með um eins og hálfs árs gamal stelpu. Kerran stóð hreyfingarlaus í mótökunni held ég í 3 daga. Þegar þau fóru þurfti svo að taka herbergið úr umferð í sólahring til að lofta út sígarettulykt og þrífa kartefluflögur sem virtust hafa samræmst gólfteppinu.
Nú um helgina voru svo hjón frá Skotlandi með um 8 ára strák með sér. Spurðu mig í þaula hvar væri hægt að borða eitthvað annað en "evrópskt", vildu helst indverskan mat, en hér í borg er ekki mikið um slíkt og misvellukkað. Til að fá þau ekki fúl í hausinn daginn eftir reyndi ég að stinga upp á einhverju öðru en þeim leist ekki á eitt sem ég stakk upp á frá öðrum hornum heims. Franskur matur var greinilega heldur ekki eitthvað sem þeim var boðlegt.
Þau enduðu með því að snæða inni á herbergi í hádeginu og á kvöldin var maðurinn sendur út annaðhvort eftir Pizzu (frá Pizza Hut) eða MacDonalds. Ég svosum veit ekki hvað gerðist eftir klukkan átta á kvöldin hjá þeim en efast um að þau fái sér labbitúr í hverfinu. Synd og skömm að eyða Parísarferð á hótelherbergi með MacDonalds.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home