Haust í Nóvember
Fílukastið sem kom í mig um daginn vegna rigningarinnar er löngu fokið út í veður og vind. Mikið getur maður orðið vanþakklátur við að búa við sæmilegt veður allt árið um kring. Ef ég man rétt fagnaði maður hverjum góðviðrisdeginum á Íslandi í stað þess að fara í fílu þegar ringdi. Haustið hér hefur verið með allra besta móti og myndirnar sem við tókum í Boulogne skólendinu í útjaðri Parísar í gær tala án allra útskýringa.
10 Comments:
Já nú er allt annað að sjá þig :-) bros og allt. Engin grámygla þarna!!
Og svo eru þið svo sæt tilvonandi hjón.
Sjáumst eftir nokkra daga og ég kem með laufabrauðið
kv. Inga
Æh en yndislegt! Það er eitthvað aðeins öðruvísi uppi á teningnum þar sem ég er... ;o)
Já allt annað að sjá mína núna.
Mikið hefði verið gaman að sjá mynd af þér þar sem þú hleypur mót myndavélinni brosandi og með slegið flaksandi hárið í haustsólinni - aaawwww ég sé það alveg fyrir mér í sló mó.
"Marwaaaaaaan ...."
"Rosaaaaaaaaa ...."
(fiðlur spila blítt undir og gefa aðeins í þegar þið fallist í faðma og kyssist heitum kossi ...... mmmmm je t'aime)
.. auðvitað var þetta allveg svoleiðis.. við vorum bara svo upptekin af hvort öðru að við máttum ekkert vera að því að taka myndir ;)
Mikið eruð þetta fallegar myndir og ekkert smá rómó. Gott að sjá að ljóminn er aftur kominn í kinnarnar eftir fúlu rigninguna. Ég held bara að ég og Högni verðum einhvern tíman að skella okkur til Frakklands. Verst bara að þegar maður býr úti þá ferðast maður lítið annað en innanlands og til Íslands.
Skál fyrir bláum himni ;)
tek undir allt sem komið er sérstaklega fyrir bláum himni, við söknuðum ykkar um helgina og mér finnst þið falleg.
Blár himinn ?
Hvenær...?
....... hvar ?
Blár himinn... ekki í dag... skýabólstrar mynda bútasaums himinn yfir París... tilvalið til að taka sig aðeins til og fara á jólagjafa rúnt... ekki vænna þó í tíma sé tekið þegar þarf að senda heim fyrir jól.
Já en ég minni þig á að þér er alveg óhætt að kaupa stóra jólagjöf handa mér (og Sigga, best að leyfa honum að vera með) því ég kem og næ í hana hjá þér :-)
Og bara til að minna á þá eru bara 22 dagar þar til við komum :-)
kv. Inga
... og ég sem hélt að littlu pakkarnir væru bestir... ég þarf að endurskoða þetta eitthvað!
Skrifa ummæli
<< Home