miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Rigning

Rigningin er mætt. Laufin eru fallin af trjánum. Kvöldið skellur á um fimmleitið núna og þar sem jólaljósin eru enn ekki komin upp er París orðin full grámygluleg og ég með. þessi mynd er einmitt tekin á því skemtilega mómenti þegar ég settist á kaffihús við Bastillutorgið á leiðinni heim í þeirri von að sitja af mér mesta skúrinn í fyrradag. Leðurstígvélin mín voru orðin svo hundblaut að ég var hrædd um að fara í gegnum þau á hverri stundu. Er samt ekki alltaf gaman í París!

Til að kóróna fjörið þessa dagana var þvottapokanum mínum stolið úti á þvottahúsi áðan. Ég þurfti því að hlaupa heim aftur ná í annann poka út á þvottahús aftur og ná í þvottinn. Ekki að þetta sé löng leið, þvottahúsið er bara hérna úti á horni, en þegar rigningunni pissar niður telst þetta til algers óþarfa og leiðindar pirrings hér á bæ.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já elsku kellingin mín - það sést að þér er ekki skemmt á þessum rigningardegi. En þó það sé nú annað mál - mikið er hárið á þér orðið sítt ! Ég man ekki eftir því svona síðan við vorum 12-13 ára gamlar.

Og vei þeim sem stal þvottapokanum þínum. Megi eldingu ljósta í hár þess ljóta þjófs og svíða skallablett á fúlan haus.

23 nóvember, 2006 22:02  
Blogger brynjalilla said...

já það fer þér vel að vera með sítt hár, blessuð skelltu seríum í gluggann og lífgaðu upp á myrkrið og já fari ´sá í fúlan pytt sem stal þvottapokanum þínum.

24 nóvember, 2006 06:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Rósa mín þú ert hálf grámygluleg á þessari mynd, en ég veit að það hefur ekki staðið lengi. Kveðja úr snjónum á Akureyri. Mamma

24 nóvember, 2006 11:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ljóti dóninn þessi þvottapoka bófi... ég kannski hef upp á kauða þegar ég kem út og "ræði" aðeins við hann.
Nei nei smá djók, bara áhrfi frá James Bon´d í gærkvöldi.

24 nóvember, 2006 11:57  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Það er svo langt síðan ég hef séð í svona mikilli nærmynd og það fer ekkert á milli mála að þú hefur dvalið í France í nokkur ár og verið þungt hugsi í doktorsnámi en alltaf jafn myndarleg. Cool ;)

24 nóvember, 2006 18:37  
Blogger Fnatur said...

Um að gera að setja á Sssól disk í spilarann og spila "mér finnst rigningin góð". Í minningunni hressti það mig við á svona dögum en kannski erum við orðnar of gamlar og grumpy til þess að það dugi í dag hehe.
Sammála Brynju með hárið. Flott með svona sítt hár.

25 nóvember, 2006 18:23  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker