þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Nóvember kvöld

Veturinn á að vera kominn en enn eru moskítóflugur á sveimi. Höfum fundið tvær núna á seinustu dögum. Leit á hitamælinn á apotekinu úti á horni áðan á leiðinni á markaðinn og í rökkrinu sýndi hann 15 gráður. Er það ekki bara ótrúlegt þegar komið er inn í miðjan nóvember. Ekki það að ég sé að kvarta. Mér líður ósköp vel.

Skammdegið hér er hinsvegar farið að láta á sér kræla. Ég er farin að borða hafragraut á morgnana og búin að taka mig á í lýsinu sem er sterkt skammdegismerki. Á kvöldin komum við yfirleitt beint heim eftir vinnu, kveikjum á kertum og horfum á sjónvarpið eða DVD. Fengum aðra seríu af Desperate Housewives lánaða og höfum legið yfir henni á kvöldin. Marwan er síst skárri en ég í að hvetja til gláps á þeim dömum.

Kvöldið í kvöld verður eitthvað í þá áttina. Verð með Sólflúru í matinn sem ég keypti hjá fisksalanum mínum núna áðan. Ætla að bera hana fram með graskers teningum, krydduðum með fersku parslei og steikt uppúr lauk og hvítlauk. Veit ekki enn hvort ég geri hrísgrón eða jafnvel tagitelli með. Sé sjálfsagt til hvort Marwan langar meira í og læt það ráðast af því.

19 Comments:

Blogger brynjalilla said...

mig langar í sólflúru (svo fallegt nafn á fiski og desperate housewifes)

15 nóvember, 2006 06:40  
Anonymous Nafnlaus said...

je minn má ég líka vera með í þessu.
Ég skal koma með ilmandi, heita og gullna eplaköku með þeyttum íslenskum rjóma.
kv. úr íslenskri stórhríð

15 nóvember, 2006 09:59  
Blogger imyndum said...

Ummmm hljómar vel, komdu með smá stórhríð með þér líka, við getum sett hana á þegar allir eru komnir í hús.

Annars var fiskurinn í gær fullkominn, ekki svosum við öðru að búast af eins góðum fisk. Setti smá sýrðann rjóma í pottinn með graskersteningunum sem tók í sig krydd bragðið af hvítlauknum og lauknum, átti enda af púrrulauk sem ég steikti með líka. Sósuna sem lak frá þessu var svo syndsamlega gott að þurka upp í brauðið sitt og borða.

15 nóvember, 2006 10:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Nammi nammi namm

15 nóvember, 2006 14:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki nema 36 dagar þanngað til við komum út. Hvað langar ykkur í jólagjöf og á ég að koma með meiri mat en laufabrauð??

15 nóvember, 2006 15:05  
Blogger imyndum said...

já, ég myndi gjarna vilja fá dollu af óhrærðu skyri. Það er líka alveg nauðsynlegt að koma út með smá jólaöl er það ekki? Ég get fengið egypskt appelsín í aladín kjörbúðinni hér á móti. Vona að enginn móðgist en það er nákvæmlega eins og Egils. Annað sjáum við bara til með. Spurning líka um dollu af smákökusmakki ef þú ætlar að baka ;)

15 nóvember, 2006 15:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég skal reyna að græja það, veit samt ekki hvað ég get keypt í fríhöfninni því nú er búið að herða reglurnar um það sem maður fer með inn fyrir öryggishliðið.

15 nóvember, 2006 16:57  
Blogger Fnatur said...

Önnur serían er ekki eins góð og fyrsta var en þeir taka sig síðan aftur á í þriðju seríunni sem að er í gangi núna. Hún er nokkuð spennó.

Ég og Högni fylgjumst bæði með þessum þáttum. Segjum samt alltaf þegar kemur Desperate houswife auglýsing að um að einhver muni deyja í næsta þætti "ohhh vona að það sé Susan" en hún er ein af aðal þannig þeir drepa hana seint eða aldrei því miður haha. Við erum ekki mikið fyrir "alltaf að detta eða missa eitthvað niður á sig" húmorinn í kringum hana. Hver er annars í uppáhaldi hjá ykkur Marwan?

15 nóvember, 2006 18:25  
Blogger imyndum said...

Okkur fynst Bree skemmtileg í allri sinni geðveiki, svo er samband Carlosar og Gabriellu jafn sem þeirra eigin endalausa barátta við eigin persónu skemtilegt og beinskeitnin í Eddy. Alveg sammála þér með Susan hinsvegar... Mike er hálf slappur karakter líka. En hjá ykkur? Hverjir eru í uppáhaldi hjá ykkur?

16 nóvember, 2006 11:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála með Susan, alltof ýktur hrakfallakarakter. Mér finnst mamma strákanna skemmtilegur karakter og maðurinn hennar líka, gott samspil milli þeirra. (Man reyndar ekki nafnið á ljóshærðu mömmunni sem sýnir hvað það er langt síðan síðast! )

16 nóvember, 2006 17:33  
Blogger imyndum said...

Þú ert örugglega að tala um hana Lynette, já skemtilegur karakter líka þó svo hún eigi það til að gera úlfalda úr mýflugu... en hver myndi ekki gera það í hennar sporum?

16 nóvember, 2006 17:57  
Blogger Fnatur said...

Bree er í mestu uppáhaldi hjá mér og síðan Lynette, Gabrielle og Edie fylgja fast á eftir og síðan kemur aumingja Susan hrakfallabálkur langt á eftir hinum í halarófunni minni. Já líka sammála með Mike. Hann og Susan mættu flytja saman til Hawaii, geta búið þar lukku en ekki í krukku þannig að það sé pláss fyrir fleiri spennó karaktera. Annars er núna einn nýr breskur sjarmör sem er kominn í þáttinn og lofar ef til vill góðu.

Hvað með Prison Break eruð þið ekkert að fylgjast með þeim hasar?

p.s. reyndar er nágrannakona mín á hægri hönd með nokkuð mikla Bree í sér. Mjög gaman að fylgjast með henni.

16 nóvember, 2006 18:24  
Blogger Kristín said...

Sorrí að brjóta upp DH-umræðuna. Bara smá kveðja úr viðurstyggilegum kulda og roki hérna á klakanum. Ég var með derring áður en ég fór og sagði við fólk sem var að dásama hlýindin á Íslandi í október að ég vildi kulda í nóvember en ég dauðsé eftir því núna og er að bilast á inniveru og börnin komin með ferköntuð augu.

17 nóvember, 2006 01:40  
Blogger imyndum said...

Var einmitt með stórhríðar nostalgíu í morgun á meðan ég borðaði hafragrautinn minn og horfði út í morgun myrkrið.

Kanski maður eigi semsagt bara að hætta þessari nostalgíu vitleisu og sætta sig við að gott veður er gott.
.....
Ég hef einmitt heyrt af Prison Break að það séu þrusu fínir þættir. Hef hinsvegar ekki heyrt um að nein af þessum sjónvarpstöðvum hér hafi tekið þá til sýninga.

Er hinsvegar strax farin að hlakka til að sjá þriðju seríu af DH eftir það sem þú segir Fanney

17 nóvember, 2006 15:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef ekki enn sed Prison Break heldur en er med thattarod a tolvunni minni. Er i filing eins og eg se i utlondum en tad er bara tolvan med staela, laga tad a eftir.

17 nóvember, 2006 16:14  
Blogger Fnatur said...

Þið getið keypt Prison Break þættina fyrir lítinn pening á ITunes. Við kaupum þá þar og horfum á í tölvunni, þá sleppur maður við auglýsingar. Svooooooooo spennó.

19 nóvember, 2006 01:36  
Blogger Magnús said...

Hérna... þú veist að þegar þú skrifar á íslensku þarftu ekki að taka það fram að fimmtán stiga hiti í nóvember sé ekki umkvörtunarefni?

20 nóvember, 2006 14:38  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Var að fjárfesta í seríu nr. 2. Gafst einmitt upp á að horfa á þetta í sjónvarpinu út af öllum auglýsingunum hérna. Nenni ekki að horfa á auglýsingar. Lynnette er mín uppáhalds og svo conservatistinn hún Bree getur alltaf komið manni á óvart. Þú heppin að hafa alvöru malt á næsta götuhorni;)

21 nóvember, 2006 21:07  
Blogger imyndum said...

Nei,ekki er það svo gott að það sé malt, en ég er með ´"alvöru" appelsín á úti á næsta horni, ekkert Fanta rusl, heldur eins og ég segi, nákvæmlega eins og egils appelsínið, sætt með miklu bragði ... og sjálfsagt heilmiklu af litarefnum... en við förum ekkert út í þá sálma hér.

Skemtu þér yfir nýju seríunni þinni, við eigum enn eftir 5 þætti og svo allt aukaefnið sem fylgir með líka.

22 nóvember, 2006 11:04  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker