mánudagur, september 25, 2006

Tímamót

Í gær var nákvæmlega ár liðið frá vörninni hans Marwan. Í tilefni dagsins fórum við fínt út að borða og skáluðum í kampavíni hjá honum Diep sem er einn af fínni kínversk/tælenskum veitingahúsunum hér í París. Þar gæddum við okkur á nem-rúllum, froskalærum, sólflúru og kjörstrimlum í engifer og hrísgrjónum, yndislega ljúft, djúpsteiktir bananar og gufusoðin kókosegg í eftirrétt, fullkomið.
Gær var líka fyrsti dagur föstumánaðarins Ramadhan, Marwan tekur þátt og borðar því ekkert þangað til ákveðið dagatal segir að megi borða. Þetta fer allt eftir sólsetri og er því breitilegt frá einum degi til þess næsta. Í dag má hann borða kl. 19:48 sem þýðir að ég verð tilbúin með eitthvað gott handa honum þá .... á mínótunni. Það er mikið ritual í kringum þetta allt saman. Klukknahringing í útvarpinu gefur einnig til kynna hvenær föstunni er aflétt á hverjum degi. Fyrsta vikan er erfiðust og svo venst þetta víst. Ég ætlaði einhverntíma að taka þátt með honum til að sýna samstöðu en komst hinsvegar ekki í gegn um fyrsta daginn. Þetta er eitthvað sem maður verður að alast upp við greinilega ;)..... er þetta kanski bara léleg afsökun hjá mér?

8 Comments:

Blogger brynjalilla said...

til hamingju með ársafmælið og slurp hvað þessi kókosegg hljóma vel. Skil vel að þú getir ekki tekið þátt í ramadhan, en finnst það heftjulegt af þér að reyna, ég sé ekki hvernig ég gæti sleppt því að fá mér morgunmat og held einhvernveginn að þar sértu með mér í liði.

25 september, 2006 20:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er um að gera að prófa vera með :-) en ég held samt að Marwan geri sér fulla grein fyrir því að það sé betra að þú sért ekki með í þessu. Það verður svo stuttur í þér þráðurinn þegar þú ert svöng
:-) (ég er alveg eins, Siggi getur vitnað um það)
Bið að heilsa kappanum og baráttukveðjur í Ramadhan, en endar þetta ekki svo á svaka skemmtilegri veislu í lok föstumánaðar? Þar sem er veislumatur og gefnar gjafir? Verðið þið ekki líka að græja það?
Kv. Inga

26 september, 2006 11:48  
Blogger imyndum said...

Það eru fyrir það fyrsta endalausar átveislur á hverju kvöldi. Fjölskyldur koma saman vinir og kunningjar droppa inn og það er marg marg réttað alla nóttina. Hefð er fyrir miklum vökum og þennann mánuðinn lokar yfirleitt öllum skrifstofum og öðru strax um þrjúleitið til að allir verði komnir vel heim í tíma. Undir lokin eru svo náttúrulegar miklar veislur.
Þetta á hinsvegar við í Kaíró, hér vinnur Marwan náttúrulega bara til 19:00 eins og venjulega og fær enga sérstaka meðhöndlun. Þar sem við erum líka bara 2, þ.e. ekki fjölskylda þá er þetta alltsaman miklu rólegra hérna hjá okkur.

26 september, 2006 12:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið á hann nú gott að koma að tilbúnum krásum á slaginu :-) Skil þig samt vel að vilja bara borða venjulega yfir daginn en tek undir með Brynju, gott hjá þér að prófa.
Hugs and kisses.

27 september, 2006 00:46  
Blogger Vallitralli said...

Núna get ég aftur farið að nota brandarann minn sem ég notaði á sama tíma í fyrra. Þeir sem þurfa að fasta frá miðnætti fyrir blóðprufur: "Þetta verður svona æfugt-ramadan hjá þér"
Rosa fyndið sko.

27 september, 2006 14:52  
Blogger Vallitralli said...

öfugt sko ekki æfugt(sænska ö-ið er á sama stað og íslenska æ-ið á lyklaborðinu þannig að ég er alltaf að gera þetta)

27 september, 2006 14:54  
Anonymous Nafnlaus said...

...en hvad gera teir muslimar sem turfa i blodprufu...? Sulla i sig einhverju i fliti fra aflettun fostunnar vid solarlag og fram til midnaettis og fasta svo aftur i taepann solarhring.... frabaert!

27 september, 2006 15:17  
Blogger Vallitralli said...

Jamm einmitt, ég var einmitt ad stinga upp á thví við hjúkkurnar hérna að allir sem hafa eitthvað á móti múslimum (sem virðast vera allmargir ef marka má kosninganiðurstöðurnar) geta pantað fastandi blóðprufur að morgni.

28 september, 2006 09:01  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker