Las á mbl.is í morgun að það sé búið að smella hleranum niður, steipa upp í gatið. Í dag er Íslandi drekkt í þágu erlends stórfyrirtækis. Ég trúi því ekki að þetta sé að gerast
Já ég veit en samt þá finnst mér persónulega alvarlegra mál að nú er vinna byrjuð við Héðinsfjarðargöngin. Af hverju ekki að velja aðra leið en í gegnum þennan eyðifjörð???
Ég var á Kárahnjúkasvæðinu í sumar og ég veit það hljómar brútal en það er í raun ekkert þarna sem ekki er á öðrum stað svo ef það á að sökkva einhverju þá afhverju ekki þessu svæði. Hinsvegar er ég á móti því ferli sem var í gangi til að fá þetta í gegn og hef meiri áhyggjur af fokinu sem verður frá lóninu frekar en lóninu sjálfu.
Svo innilega sammála þér Rósa Rut. Þetta mál hefur einnig sýnt svo vel að lýðræðið er ekki að virka á Íslandi. Tugir þúsunda hafa skrifað undir undirskrifalista, hafa mótmælt (með Ómari síðast) og um helmingur landsmanna í könnunum setur spurningamerki við virkjunina. Ráðamenn haga sér hins vegar eins og þeir séu að framfylgja vilja þjóðarinnar. Við þekkjum jú öll mótrökin gegn þessu en rökin með þessu eru nú þegar fallin. Þetta var aðallega gert fyrir Austfirðinga, atvinnumöguleika þeirra. Nýverið var sagt frá því að Austfirðingum hefði fækkað. Það hefur orðið fjölgun á Austfjörðum en hún er fólgin í aðfluttu vinnuafli. Því er ekkert annað eftir en þrjóska nokkurra ráðamanna sem munu aldrei viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Úff - þurfti greinilega að pústa um þetta.
Enda er ekki lýðræði á Íslandi heldur þingræði. Ísleska þjóðin hefur ár eftir ár kosið sér hálfvita sem málsvara á þing og það hlaut að koma að því að maður þurfti að borga fyrir það. Allstaðar þar sem er lýðræði þá virkar það, þeir sem hugsa eru sjaldnast sammála því sem ákveðið er en það segir í rauninni meira um meirihlutann en hinn hugsandi minnihluta. Stjórnmálamennirnir eru svo vissir í sinni skoðun að þeir séu málsvarar fólksins að þeir eru löngu hættir að sjá mun milli þess sem rétt er og fokking vitleysu.
5 Comments:
já fussum svei
Já ég veit en samt þá finnst mér persónulega alvarlegra mál að nú er vinna byrjuð við Héðinsfjarðargöngin. Af hverju ekki að velja aðra leið en í gegnum þennan eyðifjörð???
Ég var á Kárahnjúkasvæðinu í sumar og ég veit það hljómar brútal en það er í raun ekkert þarna sem ekki er á öðrum stað svo ef það á að sökkva einhverju þá afhverju ekki þessu svæði. Hinsvegar er ég á móti því ferli sem var í gangi til að fá þetta í gegn og hef meiri áhyggjur af fokinu sem verður frá lóninu frekar en lóninu sjálfu.
Sem íslenkst spendýr er ég hluti af íslenskri náttúru... árás á hana er persónuleg árás á mig.
Ég trúi því ekki að ég hafi leift þessu að gerast... og til hvers? Er eitthvað við þessa árás sem kemur mér einhverntíma til góða?
Mér finst ég skítug... upplifi mig í dag með ljótannn blett
Ég er hrædd, hvar endar þetta? Ég sé mig í framtíðinni útataða í tjöru
Svikin
Þessu verður að hætta núna ef Ísland á ekki að enda útnotað eins og Evrópa
Svo innilega sammála þér Rósa Rut. Þetta mál hefur einnig sýnt svo vel að lýðræðið er ekki að virka á Íslandi. Tugir þúsunda hafa skrifað undir undirskrifalista, hafa mótmælt (með Ómari síðast) og um helmingur landsmanna í könnunum setur spurningamerki við virkjunina. Ráðamenn haga sér hins vegar eins og þeir séu að framfylgja vilja þjóðarinnar. Við þekkjum jú öll mótrökin gegn þessu en rökin með þessu eru nú þegar fallin. Þetta var aðallega gert fyrir Austfirðinga, atvinnumöguleika þeirra. Nýverið var sagt frá því að Austfirðingum hefði fækkað. Það hefur orðið fjölgun á Austfjörðum en hún er fólgin í aðfluttu vinnuafli. Því er ekkert annað eftir en þrjóska nokkurra ráðamanna sem munu aldrei viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Úff - þurfti greinilega að pústa um þetta.
Enda er ekki lýðræði á Íslandi heldur þingræði. Ísleska þjóðin hefur ár eftir ár kosið sér hálfvita sem málsvara á þing og það hlaut að koma að því að maður þurfti að borga fyrir það.
Allstaðar þar sem er lýðræði þá virkar það, þeir sem hugsa eru sjaldnast sammála því sem ákveðið er en það segir í rauninni meira um meirihlutann en hinn hugsandi minnihluta. Stjórnmálamennirnir eru svo vissir í sinni skoðun að þeir séu málsvarar fólksins að þeir eru löngu hættir að sjá mun milli þess sem rétt er og fokking vitleysu.
Skrifa ummæli
<< Home