föstudagur, september 15, 2006

Náttúrufræðisafnið

Fonds Polaire bókasafnið er til húsa í náttúrufræði bókasafninu hér í París. Náttúrufræði húsið er statt í suðurenda grasagarðsins. Rannsóknarbókasafnið er uppi á efstu hæð í nýbyggingu með stórum gluggum. Vesturveggurinn er eitt gluggahaf og fyrir utan eru þéttar grænar trjákrónurnar svo nálægt að ekki sést í annað. Fyrir aftan afgreiðsluna er annar stór gluggi þar sem sést beint yfir á þak moskunnar í París og í hinum endanum teigir grasagarðurinn sig niður að Signu. Þar sem Fonds Polaire er til húsa innan bókasafnsins fer ég þangað oft til að vinna. Tek strætó að Signu enda grasagarðsins og nýt þess að labba í gegn um trjágöngin að bókasafninu.



Á þessu safni kennir margra grasa á öllum mögulegum tungumálum. Býst fastlegast við því að öll þau náttúru og grasafræði tímarit sem gefin eru út í heiminum séu samankomin á þessu safni. Rak augun einmitt einhverntíma í íslenskt tímarit sem hét örugglega “Náttúrufræðingurinn”. Allavega, í dag rakst ég á annað tímarit “Sexual plant reproduction”... í alvöru! er heilt tímarit gefið út um það efni?

2 Comments:

Blogger brynjalilla said...

falleg lýsing á vinnustaðnum þínum og greinilega mikið um áhugaverð tímarit

16 september, 2006 23:43  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hljómar dásamlega. Hlýtur að auðga andann að vera þarna á hverjum degi.

19 september, 2006 17:10  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker