Íslendingar í Caen
Þessa dagana er alþjóðasýning, Foire Internationale í Caen Normandie, þetta svipar til stóru heimilis sýningarinnar í Laugardalshöll ef einhver man eftir henni, nema hvað á þessari sýningu eru vörur frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Þetta árið er Ísland heiðursland sýningarinnar og fær svæði fyrir sig þar sem reynt er að minna á ísland einnig sem þar er að finna handverksfólk með sína muni.
Ég og Kristín Parísardama lögðum land undir fót og skruppum þessa 200 km í gær til Caen. Aðaltilgangur ferðarinnar var að fara og fá sér skyr, sem við fengum, reyndar einum of útþynt að mínu mati en gladdi líkama og sál. Bryndís sem vinnur hjá Icelandair var líka með okkur þar sem flugfélagið er með bás á sýningunni.
Á sýninguni voru m.a. Dýrfinna Torfadóttir með skartgripi gerða úr silfri og slípuðum fjörusteinum, stelpa sem heitir Hugrún Ívarsdóttir með skemtilegan laufabrauðsbás, Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir með muni úr hornum og beinum. Á þeim bás voru reyndar líka afar sérstakar skálar unnar úr hrúts og nautspungs- leðri. Einnig var Kirsuberjatréið með stórann bás, básar með ullarvörur, bæði hefðbundnar og þæfðar, roðveski og töskur, lítil bóksala með þýddum íslenskum verkum og einhverjar ferðaskrifstofur kyntu sig.
Mikið um fallega muni og ekki laust við að maður kæmist í forsmekk af jólaskapi enda slatti af jólavörum einnig sem tveir íslenskir jólasveinar stigu á stokk... sem er reyndar til frásögu færandi þar sem annar þeirra var Oddur Bjarni, sem ég hitti seinast að mig minnir á Suður Grænlandi eftir 4 daga labb yfir fjöllin frá Narsaq til Bröttuhlíðar þar sem var hann var að tyrfa nýju/gömlu Bröttuhlíðar kirkjuna.
Mikið þótti mér vænt um að sjá hann Odd þó svo það væri í mýflugumynd undir þessum furðulegu kringumstæðum og hann í þessum ótrúlega ullarjólasveina búning með rýtingslegt gerfiskegg.
Heimleiðin gekk vel og á Kristín hrós skilið fyrir keyrslu þennann dag. Þessarar keyrslu verður lengi minst með þakklæti sem ég ætla samt ekkert að fara of djúft ofaní, en þeir skilja sem eiga ;)
8 Comments:
Hæ Rósa mín.
Þetta virðist vera hin besta sýning. Var Anna Gunnars ekki að sýna á þessari sýningu? Hún er sú sem hannaði leðurpilsið þitt. Ég held ég skilji þetta með bílferðina.
Nei hana Önnu sá ég ekki og efast mjög að hún hafi farið framhjá mér þar sem við þræddum íslensku básana og sugum í okkur innblástur af íslensku handverki
Ekkert að þakka Rósa mín. Gleymdi að borga þér þú veist hvað. Minntu mig á það næst þegar við hittumst. Þetta var annars ágætis dagur þó ég kæmist ekki heim fyrr en á miðnætti...
Þetta var hin besta ferðasaga. Ég fékk bara löngun í hafa verið með í för ;)
Já þú segir nokkuð um hann Odd Bjarna. Ég man bara ekki hvenær ég rakst á hann síðast. Það eru allavegna mööööörg ár síðan.
Kær kv, Fanney
Hæ skvís!!
Greinilega verið fín sýning, ég var búin að lesa um hana í fjölmiðlum hér á Íslandi. En hvernig er það, keyptir þú þér ekki neitt??
kv. Inga Jóna
Þetta hefur verið hin besta ferð. Alltaf gaman að fá skyr þegar maðr er í útlöndum. Ekki verra að hitta Odd Bjarna. Held ég hafi ekki hitt hann síðan ég lék á móti honum í skemmtiatriði fyrir Gettu betur úrslitin þegar VMA og MA kepptu innbyrðis. Ég var Emma og hann Valdimar og við vorum að leita að hinum eina sanna sannleika!!! Oddur Bjarni svooo djúpur alltaf. Hann samdi handritið auðvitað. Veit ekki hvort þið munið eftir þessu. Olla lék Ragnheiði Erlu og Hjörvar lék Stefán Jón Hafstein.
Gúddsjí gúddsjí
skrats skrats skrats
:-)
:D hehehehehhe .... stendur alltaf fyrir sínu
Skrifa ummæli
<< Home