laugardagur, september 09, 2006

Gullnu bogarnir tveir

Afleysingar þessa vikuna og um helgina er ég að vinna 8-20 bæði laugardag og sunnudag og þar sem Marwan er þar að auki úti í Kaíró nenni ég enganvegin að standa í strórræðum hvað eldamensku varðar. Kom við á McDo á leiðinni heim úr vinnunni núna áðan og keypti mér Indverska kjúklingasamloku og sallatdollu með. Þar sem ég gat ekki hugsað mér að allt angaði af McDo lykt heima tók ég frekar þann kostinn að borða á staðnum.
Laugardagskvöld og þetta var greinilega staðurinn til að hanga á, ég kom mér fyrir í einum innsalnum þar sem ég fann laust borð. Þónokkuð mörgum borðum fyrir aftan mig voru tveir hópar unglinga þar sem í voru einstaklingar með þennan óþolandi úthverfa talsmáta og töluðu eins og þeir væru staddir hvor í sinni öræfasveitinni með fjöll og fyrnindi í kring um sig.
Kanski er ég bara þreytt og fúl en þarna var ófullkomin máltíð gersamlega eyðilögð.
Komin heim, búin að taka osta út úr ískápnum og geri mig tilbúna til að horfa á tvöfaldan skamt af LOST. Kvöldinu er enn viðbjargandi.

8 Comments:

Blogger brynjalilla said...

fór með börnin á mcdonalds um helgina, merkilegt hvað þeim finnst þetta góður matur, ég hinsvegar fór í súkklaðibúðina, keypti mér nokkra unaðsmola og kaffilatte sem ég smyglaði með mér á mcdonalds meðan þau átu franskar og hamborgara. Við vorum öll sátt við okkar hlutskipti

10 september, 2006 20:24  
Blogger Kristín said...

Hæ Rósa, var einmitt að hugsa til þín. Vissi ekki að þú bloggaðir. Hvaða sameiginlegi vinur var það sem benti á mig?

11 september, 2006 13:57  
Blogger Kristín said...

p.s. skórnir hér að neðan eru æði, ég sé að þeir verða bráðum að fara út að borða...

11 september, 2006 13:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ kæra siss!!!
Já McDo getur verið í lagi en maður fer þangað nú ekki fyrir gæðin. Fyllingin á maganum tekst þó.
En já vá hvað það er gott að vera heima hjá sér og týna sér smá og vera laus við annað fólk :-)
án þess þó að ég sé eitthvað brjálæðislega andfélagslynd.....
Kv. Inga

11 september, 2006 14:19  
Blogger imyndum said...

Blessuð Kristín, jú, these shoes were made for dining ;)..

Sá komment frá þér inni á síðunni hans Hjörvars Péturs sem ég þekki síðan í MA.... hvernig þekkist þið?

Gaman að vera komnar í bloggsamband

11 september, 2006 14:33  
Blogger Kristín said...

Úpps, nú verð ég að játa að ég átta mig ekki á því hver Hjörvar Pétur er. Og var ég að kommenta hjá honum? Er hann bloggari undir öðru nafni?
Ég á fullt af bloggvinum sem ég þekki ekki baun öðruvísi en í gegnum netið. Veit ekki hvernig fólkið lítur út, né neitt annað um það en það sem gefið er upp á netinu.

12 september, 2006 11:02  
Blogger imyndum said...

Hjörvar Péturs kallar sig Hr.Pez og er nýorðinn pabbi í 3 sinn http://pezus.blogspot.com/
... komast einhverjar perur í gang?

12 september, 2006 12:52  
Blogger Kristín said...

Já, ég var einmitt búin að átta mig. Þekki hann ekki neitt en finnst hann oft hitta naglann á höfuðið.

12 september, 2006 15:09  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker