miðvikudagur, september 13, 2006

I'm back

Ég er öll að koma til, hélt það reyndar í morgun líka var búin að hita morgun teið mitt og rista brauðið mitt og rétt byrjuð að narta þegar ég hljóp inn á klósett og gubbaði eins og vitleisingur. Sjálfsagt bara full af einhverjum slímviðbjóði eftir nóttina. Staulaðist skjálfandi til baka og reyndar kláraði morgunmatinn minn sem fyrir mér er heilagasta máltíð dagsins og án hans er ekkert gert. Lagðist aftur upp í rúm og svaf í 3 tíma. Ég er orðin stálslegin, ætla út að labba og koma síðan heim og þrífa allt veikindarandrúmsloft í burtu og fylla húsið af ferskleika.
Skjótum bata er að þakka... rúmum 3 lítrum af vatni auk nokkurra tebolla, hef óbilandi trú á vatni handviss um að maður geti læknað heilmargt með því að skola líkamann að innann og skipta út hinu óhreina fyrir hið hreina. Kvöldmáltíð með miklum hvítlauk, varð bæði til að gleðja mig yfir að finna bragð af matnum mínum og hefur eflaust drepið vel af þessum kvefófögnuði. En útlsagið gerði sjálfsagt sú upplifun að horfa á Derrik á frönsku. EKKI annann dag fyrir framan sjónvarpið. Þetta var ógnvekjandi upplifun sem ég óska engum að reyna.
:) takk fyrir bataóskir og hlýjar hugsanir, þær gerðu sitt gagn líka. Svo er það bara að taka íslenskar þaratöflur og vona að þetta endurtaki sig ekki.

3 Comments:

Blogger brynjalilla said...

þú getur verið Derrick og Marvan Klein! Híhí en gott að heyra að þú ert að verða góð þó mér finnist svona uppköst í morgunsárið grunsamleg...og fékkstu þér nokkuð kavíar á brauðið?

14 september, 2006 21:40  
Blogger imyndum said...

Hummm Derrick og Klein, já gæti orðið skemtilegur leikur ;)

Og hvað þetta morgun uppkast varðar þá tek ég samviskusamlega vítamínið mitt á hverju kvöldi þannig það er ekkert grunsamlegt við það.

Og þriðja spurningin, nei, ekki snert á kavíar í marga mánuði... tek einn dag fyrir sig en þetta hefst

14 september, 2006 22:19  
Blogger Bromley said...

Hæ Rósa, mér þótti mjög vænt um kveðjuna frá þér á tröllafótnum mínum um daginn.
Kær kveðja,
Ásta

16 september, 2006 12:42  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker