Ritgerðar raunir
Gengur hægar en stefnt var að með ritgerðina, skilaði fyrsta hluta í janúar og fékk góð ummæli frá Dibie, leiðbeinanda mínum.
Annar hluti er hinsvegar að gera mig gráhærða, alls ekki nógu ánægð, fynst ég ekki vera að uppljóstra neinum undrum og stórmerkjum, ekki það að þriðji og seinasti hluti gegnir frekar því hlutverki. Kanski er ég bara búin að horfa svo oft á þessar myndir að það er lítið sem kemur mér lengur á óvart? Uff ég veit ekki.
Skrifa þessa ritgerð á frönsku er ekki heldur til að flýta fyrir, ég vinn núna á hverjum degi fram á kvöld og um helgar líka. Læt mig svo dreyma um frí, helgarfrí, vikufrí, sól, sjó, fjöll, fiðrildi og sóleyjar. Mikið svakalega verður gott þegar þetta er alltsaman búið.