miðvikudagur, mars 05, 2008

Ritgerðar raunir

Gengur hægar en stefnt var að með ritgerðina, skilaði fyrsta hluta í janúar og fékk góð ummæli frá Dibie, leiðbeinanda mínum.
Annar hluti er hinsvegar að gera mig gráhærða, alls ekki nógu ánægð, fynst ég ekki vera að uppljóstra neinum undrum og stórmerkjum, ekki það að þriðji og seinasti hluti gegnir frekar því hlutverki. Kanski er ég bara búin að horfa svo oft á þessar myndir að það er lítið sem kemur mér lengur á óvart? Uff ég veit ekki.
Skrifa þessa ritgerð á frönsku er ekki heldur til að flýta fyrir, ég vinn núna á hverjum degi fram á kvöld og um helgar líka. Læt mig svo dreyma um frí, helgarfrí, vikufrí, sól, sjó, fjöll, fiðrildi og sóleyjar. Mikið svakalega verður gott þegar þetta er alltsaman búið.

6 Comments:

Blogger brynjalilla said...

æi já það verður gott þegar þú getur lagt þig í góðu sóleyjarbeði og horft á svífandi fiðrildin. Gangi þér nú vel með ritgerðina þetta á allt eftir að koma, það gerir það nefnilega vanalega. Verðurðu eitthvað á 'Islandi í sumar, við gætum þá baðað okkur upp úr sóleyjum í júní sko:)

05 mars, 2008 11:48  
Blogger Thordisa said...

Mikið er gott að sjá nokkur orð frá þér. Ertu ekki eins og þú segir bara búin að horfa of mikið á þessa blessuðu ritgerð og hætt að skilja hana né sjá neitt merkilegt við hana. Þú ert búin að anda henni að þér svo lengi. Hlakka til þegar þú ert búin og maður fer að heyra meira í þér. Koss og knús héðan úr hríðinni hugsa til þín á Akureyrinni um helgina

06 mars, 2008 09:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Hang in there honey ;-) vorið er handan við hornið með vönd tilbúinn handa þér.
Luv, Ingveldur.

11 mars, 2008 17:58  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Einmitt, minn versti ótti er að vakna upp við það að hafa eytt degi og nóttu í eitthvað en hafa svo kannski ekki nógu margt nýtt fram að færa.

20 mars, 2008 16:26  
Anonymous Nafnlaus said...

No pain, no gain, huggaðu þig við það, darling. Þetta virðist allt fara eftir forskriftinni, þar sem fólk er á barmi örvæntingar og geðveiki svona á lokasprettinum. Hljómar því hryllilega vel hjá þér. Ég sendi þér góða strauma héðan af suðurhvelinu. Er komin á erlah.blog.is

erla perla

02 apríl, 2008 12:18  
Blogger Thordisa said...

Nú langar mig að fá nokkrar línur frá þér bara að sjá að þú sért á lífi ...sakna þín skvísa

06 maí, 2008 18:56  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker