þriðjudagur, september 05, 2006

Sumarauki

September byrjar yndislega eins og alltaf. Eftir 4 ár í París get ég farið að tala um reglu frekar en undantekningu að þessi mánuður er góður og einn af þeim bestu ef út í það er farið. Laufin eru rétt byrjuð að taka lit og þessi haust rói á undan vetrinum. Parísarbúar snúa aftur, bakarí og búðir sem hafa verið lokaðar vegna sumarleifa ágústmánuð opna aftur, fullar af nýjum vörum. Lífið tekur á sig gamalkunnan rythma og sólin skín sínu blíðasta. Þessa vikuna liggur hitinn reyndar í 30°c hér í París sem er kanski í það heitasta þegar sólin bætist þar ofaná.
Þessa vikuna er ég líka að vinna aukavaktir á hótelinu. Þar er hópur íslendinga í nokkra daga sem finst alveg geggjað að hafa landa sinn í gestamótökunni og nota sér það óspart til að spyrja út í hina ýmsu hluti, ekkert nema gott um það að segja, gott þegar maður getur liðsint fólki. Þetta er hópur á vegum Parísardömunnar, ég sé það í bókunarkerfinu okkar að það eru alltaf fleiri og fleiri íslendingar sem panta á hótelinu eftir að hún bætti því á listann sinn. Þetta verður orðið að einu alsherjar íslendinga hóteli innan tíðar.
Lenti annars í því um daginn að læsa kortinu mínu. Var að borga á kassa í Monoprix (Hagkaup) og þar sem hér í Frakklandi þarf maður að slá inn PIN númerinu sínu í hvert skipti sem maður borgar með kortinu er eins gott að muna það. Ég hinsvegar, sá íslendingur sem ég er borga alltaf allt með korti og hélt ég kæmist aldrei í þá stöðu að gleyma númerinu. En jú, kemur fyrir á bestu bæjum sló inn einhverja vitleisu ... viss um að það væri rétta talan og kortið læst í viku!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já oh my god, læst í viku og frakkar eins og þeir eru alveg skrifræðisóðir... Hvað þarftu að fara á marga staði og fylla út mörg eyðublöð til að láta opna kortið? Átján kannski!!!!

05 september, 2006 15:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei eins og er ta a tetta allt ad ganga ad sjalfu ser og eg a ad geta notad tad aftur a laugardaginn... vid sjaum svo bara til hvernig tad verdur, takka bara fyrir hversu stifir frakkar eru fyrir nyjungum eg get tvi alltaf notad avisanaheftid mitt ;)

05 september, 2006 16:03  
Blogger brynjalilla said...

Haustró er svo yndisleg. Gott að upplifa þytinn í trjánum, ekki of heita sólina og þessa þægilegu hversdagslegu stemmingu sem fylgir rútínunni. Hlakka til að upplifa haustið í París með þér...er reyndar að fara til Düsseldorf í viku áttu nokkuð leið hjá?

06 september, 2006 19:20  
Blogger imyndum said...

Hummm nei ekkert að fara þangað... hvað er verið að fara að brasa í Þýskalandi?

07 september, 2006 13:26  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker