fimmtudagur, júlí 27, 2006

Þrumuveður

Í gærkvöldi og frameftir nóttu gekk yfir það mesta þrumuveður sem ég hef nokkurntíma upplifað. Marwan sagði það sama, aldrei hafði hann upplifað annað eins. Himininn logaði klukkutímum saman. Eldiningarnar dönsuðu yfir himinninn meðan aðrar brotunuðu ofar og lýstu upp skýin. Mér sem þykir þrumuveður verulega heillandi varð ekki um sel en sat sem límd við gluggan. Hitinn lækkaði töluvert við þetta og í nótt sváfum við ágætlega miðað við aðstæður.
Sem betur fer ef hægt er að segja svo varð bilun í vélinni sem flytja átti mömmu og pabba til mín í gærkveldi. Mér hefði ekki liðið vel vitandi af þeim í flugvél í þessu veðri. Þau eiga að fara í loftið um hádegi að frönskum tíma, missa því heilann dag úr ferðinni, sem er grautfúlt, en ég er fegin að þau flugu ekki í þessum eldglæringum.
Myndirnar eru teknar á litlu ófullkomnu myndavélina okkar sem tekur myndir 2-5 sec eftir að maður ýtir á hnappinn... þannig yfirleitt væri eldingin lögnu liðin þegar myndin er loksins tekin... nema í gærkvöldi... ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um breytt loftslag á jörðinni og þetta sé það sem koma skuli

2 Comments:

Blogger brynjalilla said...

já úff fegin er ég að ég var ekki með hana dóttur mína í heimsókn hjá þer þegar þessi ósköp dundu yfir, hún er svo hrædd skeglan við svona læti. Fengum feitt þrumuveður fyrir 3 dögum síðan, ég þóttist vera í sama fíling og þegar það kemur almennileg stórhríð sem sé góðri, en verð að viðurkenna að þegar maður var farin að sjá eldingarnar slá niður á planið þá leist mér ekki á blikuna...(gman að geta sagt þetta í orðsins fyllstu!)

27 júlí, 2006 20:55  
Blogger Fnatur said...

Fyndið, því það er eins og þú hafir verið að lýsa veðrinu hjá okkur síðustu nótt. Það var nefnilega líka nákvæmlega svona veður hérna í Fort Wayne, Indiana. Allt nötraði og skalf og ég sú eina sem gat ekki sofið. Óskiljanlegt að stelpurnar rumskuðu ekki við þessi læti. Cool myndirnar sem þú tókst.

27 júlí, 2006 22:30  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker