föstudagur, júlí 21, 2006

Hitabylgja

Byrja á því að segja frá því að ferðasagan frá Egyptalandi er komin á link hér til hægri.

Hitabylgjan virðist ekkert vera í rénum. Þeir voru búnir að lofa "betri" helgi. Það er að segja með lægri hita, meiri skýjum og jafnvel þrumuveðri sem kemur sér alltaf vel eftir svona hita til að losa aðeins um loftið. Við fengum smáskúr í fyrrinótt og það virðist vera öll rigningin sem við fáum. Eftir helgi átti svo að hitna aftur og sá hiti á að vara í um 20 daga. Þetta er farið að minna á hitabylgjuna 2003 þegar okkur var haldið gangandi á fréttum að þetta væri alveg að verða búið.
Parísarborg hefur opnað sína árlegu "Paris Plage" eða Parísar strönd sem ætti að hjálpa okkur að kæla okkur aðeins niður. Lokað er um alla bíla umferð meðfram Signu og fínum fjörusandi dreift um allt og pálmatrjám plantað, gosbrunnum til að baða sig í er komið upp hingað og þangað, sundlaugum, kaffihúsum, petang svæðum, línuskautaleigu og svo mætti lengi telja. Það er hinsvegar ekkert gaman að reyna að sólbaða sig þar í mannmergðinni eins og sardína með nefið uppi í rassi á næsta manni og fátt sem minnir á lokuðu ströndina sem ég var á fyrir viku síðan. Hinsvegar er gaman að labba um svæðið og njóta annars þess sem boðið er uppá, leggjast í hengirúm með bók eða fá sér svaladrykk og horfa á mannlífið og hlusta á lifandi tónlist.
"Ströndin" var bara opnuð í gær og við höfum ekki enn lagt leið okkar þangað. Fór hinsvegar í Vincennes skógarlundinn í morgun þar sem ég var í nágreninu, myndin er þaðan. Alltaf jafn súrmjólkur hvít. Labbaði hringin í kringum vatnið og naut gróðurylmsins. Var reyndar hugsað til þess að mér hefði alveg yfirsést að bera á mig sólvörn þar sem ég var ekki lengur í útlöndum!! Ég var semsagt niður við vatn, óvarin í hádegissólinni í ermalausum bol...hættulegra getur það ekki orðið! kanski ég slysist til að fá á mig smá roða!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ!
Gaman að lesa ferðasöguna þína;-)
og góða skemmtun í hitanum í París, ég var sjálf ekki alveg að meika hitann þegar ég var í Vín (hitaþolið hefur eitthvað minnkað) Annars var bara mjög gaman, lærði mikið en gott að vera komin heim
knús og kossar

21 júlí, 2006 23:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessuð vinkona. Þú ert vonandi búin að jafna þig á síðustu frétt :) Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en eftir dúk og disk, og fannst þetta ekki fyndið...fyrr en eftir á. Hún er prakkari hún Sigrún! Hafðu það svo bara gott áfram, eða fram að næstu æsifrétt.
Hjörtur

25 júlí, 2006 01:31  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker