Hitamælirinn úti á horni
Mamma og pabbi eru að koma í kvöld og verða í viku. Pabbi sem þolir illa hita yfir 20°c er held ég ekkert of bjartsýnn á þetta. Mamma er búin að spyrja mig tvisvar hvort þau þurfi ekki að koma með jakka með sér. Þetta er greinilega hiti sem íslendingar eiga erfitt með að ímynda sér. Jakkar og peysur eru alls óþarfar hvort sem er á degi eða kvöldi.
Veðurspáin er þó eitthvað að skána og á morgun er spáð þrumuveðri og gæti farið allt niður í 27°c sem er nú orðinn þolanlegur hiti, meiraseigja fyrir Íslendinga. Við sjáum svo hvort þeir standa við þetta, annars verðum við bara inni á loftkældum listasöfnum.
Veðurspáin er þó eitthvað að skána og á morgun er spáð þrumuveðri og gæti farið allt niður í 27°c sem er nú orðinn þolanlegur hiti, meiraseigja fyrir Íslendinga. Við sjáum svo hvort þeir standa við þetta, annars verðum við bara inni á loftkældum listasöfnum.
4 Comments:
Ég segi nú bara "herregud" Hér var keypt vifta í dag sem vonandi gerir það að verkum að við sofum þolanlega í hitanum, held að þú þurfir samt meira á henni að halda en við.....þú þyrftir að koma í barbísundlaugina okkar og já endilega taktu pabba þinn með þér, bið annars kærlega að heilsa Marvan og tengdaforeldrum hans!
jú hér er líka vifta sem malar allann daginn. Slökkvum reyndar á henni á næturnar og látum duga að sofa með alla glugga opna.
Ég sting upp á þessu með barbísundlaugina við pabba í kvöld :)aldrei að vita hvað við gerum
Af hverju fjölmennið þið ekki bara öll í almennilega Ameríkuferð þar sem langflestir eru með loftkælingar heima hjá sér og þar á meðal við híhí.
...Vertu alveg róleg Fanney, það kemur að Ameríkuferðinni... þó það verði kanski ekki á morgun :)
Skrifa ummæli
<< Home