Komin heim
Komin heim og hef það á tilfinningunni að hitinn í Egyptalandi hafi einungis verið undirbúningur undir hitabylgjuna hér í Frakklandi. Í Egyptalandi var ég allavega niður við sjóinn og altaf frísk gola sem lék um mann. Í Kaíró eru hús loftkæld og bíllinn hans Marwan líka... hér er hinsvegar enginn sjór, engin gola, alger molla og íbúðin okkar ekki loftkæld. Fer í sturtu 3 á dag og hef dregið fyrir glugga til að hleipa sólinni ekki inn, kæli niður alla potta strax eftir notkun fyrir það litla sem við hitum til að borða. Erum svo mest úti á kvöldin.
Löbbuðum meðfram Signu í gærkvöldi og fylgdumst með grafalvarlegum tangódanösurum, túristum á skoðunarferðar bátum sem liðu framhjá, fólki af öllum stærðum og gerðum í "pik-nik", fólki að kissast, haldast í hendur, með barn í kerru, að skokka. Mikið er gott að vera komin heim aftur ;)
Ég er að vinna í því að setja inn myndir, gengur eitthvað brösulega. Pikka líka inn ferðasöguna bráðlega.
Hér er ein af mér að læða kossi á Svinxinn. Með mér á myndinni er Mariam 5 ára bróðirdóttir Marwan.
2 Comments:
Hæ hæ pæja!!
Og velkomin heim :-) við erum líka heima eins og er eftir ca. tveggja vikna flakk. Förum svo aftur til Akureyrar í næstu viku þar sem Kristófer flýgur til Köben frá Akureyri. Hlakka til að heyra í þér og fá nánari ferðasögu og segja þér mína ferðasögu sem er nú töluvert öðruvísi :-)
Knús og kossar til ykkar beggja,
Inga Jóna
velkomin heim dúllan mín dæ, þú ert flott með sfinxinum! Hlakka til að heyra ferðasöguna.
Skrifa ummæli
<< Home