Meira af Kólesteróli
Jæja, þá er þessi blessaða læknisskoðun yfirstaðin. Niðurstöðurnar úr kólesterólmælingunni um daginn sýndist mér vera í hærri kantinum. Meira að segja rétt yfir hærri mörkum. Total 6,22 mmol/l þar sem mörkin eru 3,35 - 5,93. Ég var því búin að fara á netið og fræða mig um rétt kólesterólmataræði þar sem ég komst að því að ríkast af kólesteróli eru eggjarauður, eitthvað sem flestallir vita, og kavíar!!! Ég hafði ekki hugmynd um það! 2 ristaðarbrauðsneiðar með kavíar á hverjum morgni og svo vel af honum með harðsoðnum eggjum þegar þannig stóð á mér! Útkoman ætti því ekki að koma á óvart. Ég er semsagt búin að stíga á kavíarbremsuna og einset mér að lækka hlutfallið fyrir næstu skoðun eftir hálft ár.
Lækninum mínum þótti stórmerkilegt að heyra að ég borðaði kavíar í morgunmat á hverjum degi. Get ímyndað mér að þetta sé eitthvað sem hún eigi eftir að segja frá í næsta saumaklúbb. Hún fór strax á netið til að flétta upp kólesterólmagni kavíars og staðfærði jafnundrandi og hún var yfir óhefnlaðri inntöku minni á afurðinni að það væri meira af kólesteróli í kavíar en í fois gras, og þótti greinilega mikið til koma.
Hún sendi mig heim með matvöru bannlista, á honum er innmatur og slátur, smör og sýrður rjómi, feitar pylsur, pate, mjög feitt kjöt, egg (max 3 á viku) einnig sem ég þarf að passa mig á osti, 30-40 gr. max á dag. Það merkilega er að ég borða lítið sem ekkert af öllum þessum matvörum, nema kanski ostinum, sem ég mun eiga erfitt með að passa mig á. Sökin liggur því líklegast í kavíarnum, sem listinn minnist ekkert á, né rækjur, sem ég hef heyrt líka að séu mjög kólesterólríkar.
Hinumeigin á listanum eru svo "Aliments á privilégier" það er að segja góði listinn. Allar léttar mjólkurvörur, magrar kjötvörur, fiskur, grænt grænmeti og olíur. Það er hinsvegar ekkert minnst á vín! Getur einhver sagt mér er vín ekki örugglega kólesteról lækkandi? hvítt/rautt? Hvað með bjór? Allar tillögur eru vel þegnar.
3 Comments:
hæ hæ!
þetta var nú leiðinlegt að heyra,
en bara svo þú vitir það að þá hefur mettuð fita og trans fita meiri áhrif til hækkunar á kólesteróli í blóði en kólesteról sjálft í matnum, sem hefur þó líka áhrif og gott að þú takmarkir aðeins kavíar neysluna,
mettaða fitan er mest í kjöti, mjólkurvörum og svoleiðis en transfitan í bakarísbrauði (sumu), snakki, frönskum, smjöri.
Kólesteról í blóði skiptist aðalega í HDL (góða) og LDL (slæma) (og fleiri að vísu)
en kólesteról sem við fáum í mat er á öðru formi s.s. ekki til neitt sem heitir gott kólesteról í mat
Transfitan er verst því hún bæði lækkar góða og hækkar slæma, mettaða hækkar hins vegar bæði
einómettum fita (ólífolía) hækkar góða og lækkar slæma, fjölómetturð lækkar bæði
svo eiga trefjar úr t.d. grófu brauði (<7 g trefjar) og ávextir og grænmeti að minnka upptöku kólesteróls í blóð
þetta er nú orðin doltil ritgerð en ég vona að þetta gagnist e-ð
þú sendir mér svo bara aftur spurningu ef e-ð er óljóst
kv. Ása Vala
næringarfræði nemi!!
p.s. það á að vera í góðulagi að drekka rauðvín, hvítvín og bjór í hófi auðvitað.
Það er allt fitulaust og kólesteról laust,,
það var örugglega e-r rannsókn sem sýndi að glas af rauðvíni á dag lækkaði kólesteróli,
en að vísu ef maður drekkur á hverjum degi aukast líkur á öðrum vandamálum eins og skorpulifur sem er nú ekki skárra!!
mig langar í foi gras! En læt mér nægja íslendkar afurðir í bili, ligg í skyrinu sem hlýtur að teljast til fitulítilla mjólkurafurða, að vísu er gott að hræra eitt egg með en þau eru auðvitað líka holl í hófi.
Settu kavíarinn á laugardagsnammilistann og þú nýtur hans áfram!
Skrifa ummæli
<< Home