Aligre
Fyrir nokkrum mánuðum eignuðumst við nýjan nágrana. Konu milli 40 og 50. Ljúfasta kona þannig séð. En undanfarnar 2 vikur hafa furðuleg hljóð farið að berast frá íbúðinni hennar. Eitthvað sem maður getur ímyndað sér (ef maður hefur horft á of margar vísinda skáldsögur) að séu samskipti geimvera. En er sjálfsagt bara tölfuleikur sem hún hefur eignast. Málið er hinsvegar að hún byrjar fyrir 7 á morgnana! Þar sem allt heyrist hér milli íbúða er eins og hún sitji á rúmstokknum hjá okkur, kling klung, kliiink kluuunk klinkunk klingkluuunk!!
Hún er portugölsk og ég veit að hún mun fara til Lissabon í 3 mánuði í sumar. Spurning hvort við þolum þetta þangað til hún fari og vonumst annaðhvort til að hún verði komin með leið á leiknum eftir sumarið eða að við verðum flutt þegar hún kemur til baka. Eða hvort ég fari og banki uppá hjá henni og biðji hana um að lækka í græjunni svona í morgunsárið allavega.


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home