miðvikudagur, maí 10, 2006

Norðurslóðir í myndum

Fékk fyrirspurn um viðfangsefni ritgerðarinnar minnar. Veit að það eru fleiri ekki alveg með á nótunum í þeim efnum og ákvað því að tileinka þessari færslu því viðfangsefni. Gaman annars að vita að fólk er að fylgjast með. Það er náttúrulega lesturinn sem gefur blogginu gildi.

Í ritgerðinni minni blanda ég saman sjónrænni mannfræði og norðurslóðum. Ég vinn með heimildamyndir fransks mannfræðings gerðar fyrir 30-40 árum síðan og velti fyrir mér mikilvægi sjónrænna mannfræðilega heimilda og þá sérstaklega fyrir þau samfélög sem þær voru unnar úr. Gætu þessar heimildamyndir, sem sýna veiðimenn,mismunandi veiðiaðferðir og lifnaðarhætti haft notagildi í grænlensku samfélagi í dag, t.d. í samfélagskennslu í grunnskólum.

Seinustu ár hafa Inuitar verið að taka meira og meira til sín í stjórn eigin landa og héraða. Nunavut, sjálfstjórnarsvæði Inuita í Kanada og grænlenska heimastjórnin eru stærstu skrefin sem tekin hafa verið undanfarið. Tungumálið hefur fengið sitt eigin skrifmál þannig nú er hægt að koma sögum og heimildum áfram á þeirra eigin tungumáli. Einnig sem tungumálið hefur fundið sér griðarstað á netinu sem er eins og klæðskerasaumað handa jafn dreifbýlum svæðum eins og byggð á norðurslóðum er.
Á Grænlandi hefur grænlenskan tekið við af dönskunni og orðin aðaltungumálið í skólum landsins. Hinsvegar vantar enn námsefni sem gerir grænlenskum gildum hærra undir höfði en þeim dönsku eða vestrænu. Með fólksfölda upp á 60.000 er augljóst að slíkt námsefni mun ekki verða til á einni nóttu. Hugmynd mín er að þangað til verði hægt að styðjast við heimildir eins og þær myndir sem ég er að vinna með.
Eitt aðalvandamálið í þeim efnum er hinsvegar hversu aðgengi að þessum heimildum er erfiður. Þær myndir sem ég er að vinna með eru allar nema ein "pirataðar". Ég hef verið í sambandi við franska sjónvarps skjalasafnið til að fá löglegar útgáfur af myndumum. Þrátt fyrir að ég vinni með manninum sem gerði myndirnar þá er þetta óskaplega flókið allt saman og mér tilkint seinast í gær, ógerlegt!
Sem leiðir að spurningunni, af hverju erum við yfirhöfuð að framleiða sjónrænar heimildir ef það er ekki hægt að nota þær? Til hvers að hafa endalaus gagnasöfn ef þau eru bara til að geyma en án þess að nota? Þetta er ekki einsdæmi, réttur til byrtingar á ljósmyndum er rosalega dýr og eitthvað sem venjulegur fræðimaður eða skólastofnun er ekki að fara út í.
Í háskólanum sem ég var í úti í London, í master í sjónrænni mannfræði, voru þær mannfræðilegu myndir sem til voru þar í safni langflestar "pirataðar", sama sagan er upp á teningnum í háskólanum hér í París. Og svo er verið að kvarta á sama tíma að fólk styðjist ekki nógu mikið við sjónrænar heimildir í rannsóknum sínum.
Vona að þetta svari í fljótri yfirferð þær spurningar sem ég er að glíma við. Hver dagur ber hinsvegar eitthvað nýtt í skauti sér, nýjar spurningar og ritgerðin fær ekki loka útlit fyrr en öllum spurningum hefur verið svarað.
Og jú, ég skrifa á frönsku. Var að spá í fyrst að skrifa á ensku og fá hana svo þýdda yfir á frönsku. En ég áttaði mig á því fjótt að það er ekki nóg að þýða orðin, heldur er það hugsunin á bak við orðin sem verður að komast til skila. Og hana er ekki hægt að þýða. Þannig að ég ákvað að skrifa sjálf á frönsku með hjálp stafsetningarforitsins í tölfunni. Tekur óendanlegan tíma... en þetta er doktorsritgerðin mín og ég verð að vera 100% að það komist til skila sem ég vil segja.
Meðfylgjandi mynd er af aðstöðunni úti í háskóla þar sem ég vinn.

4 Comments:

Blogger Magnús said...

Vóts mar... "stafsetningarforitsins í tölfunni"??? Þarna datt síðan rétt um stund niður fyrir sinn eigin háleita staðal.

11 maí, 2006 12:22  
Blogger imyndum said...

...hummm, já, þetta getur náttúrulega skilist að ég skrifi eingöngu með hjálp stafsetningar forrits! Sem er að sjálfsögðu ekki raunin. Og sjálfsagt ekki hægt heldur. Ekki örvænta, eftir 4 ár í landinu er ég komin með ágæt tök á málinu... en stafsetningarforritið hjálpar við skrifin, sérstaklega með kommur é eða è og endingar á sögnum og sparar þannig ómældan tíma. Ótrúlegt að fólk hafi einhverntíma skrifað slíkar ritgerðir á ritvélar.

11 maí, 2006 13:24  
Blogger Vallitralli said...

Þetta er nú of löng færsla til að ég nenni að lesa hana alla. Of margir stafir.
Efni ritgerðarinnar er hinsvegar akkúrat eitthvað sem mér finnst spennandi. Keep on truckin'

12 maí, 2006 10:58  
Blogger brynjalilla said...

spennandi Rósa, þú ert dugleg!

14 maí, 2006 23:45  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker